David Caruso
David Stephen Caruso (fæddur 7. janúar 1956) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir að leika Horatio Caine í CSI: Miami.
David Caruso | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | David Stephen Caruso 7. janúar 1956 |
Ár virkur | 1976 - |
Helstu hlutverk | |
Horatio Caine í CSI: Miami |
Einkalíf
breytaCaruso fæddist í Forest Hills Gardens, Queens, New York.[1] Hann er af ítölskum og írskum uppruna.[2] og var alinn upp kaþólskri trú.[3] Caruso stundaði nám við Our Lady Queen of Martyrs Catholic School, í Forest Hills. Seinna meir þá stundaði hann nám við Archbishop Molloy High School nálægt Briarwood og útskrifaðist þaðan árið 1974.[4]
Caruso er stofnandi DavidCarusoTelevision.tv og LexiconDigital.tv, ásamt því að vera meðstofnandi að Steam, sem er fatarbúð í S-Miami.
Hann á dóttur, Greta, með seinni eiginkonu sinni, Rachel Ticotin. Síðan á hann tvö börn með fyrrverandi kærustu sinni Liza Marquez: Marquez Anthony og Paloma Raquel. Í apríl 2009, fór Marquez í mál við Caruso vegna fjársvika, brota á skiptasamningum og tilfinningalegrar þjáningar.[5]
Í dag þá býr hann í Los Angeles og Miami ásamt kærustu sinni, Amina Islam.
Í mars 2009 var austurrísk kona sett í gæsluvarðhald í Tyrol, Austria vegna kæru um að hafa ofsótt Caruso; hafði hún tvisvar sinnum misst tíma í dómssal áður en hún flúði til Mexíkó.[6]
Ferill
breytaNíundi áratugurinn
breytaFyrsta hlutverk hans var árið 1980 í kvikmyndinni Getting Wasted sem Danny. Caruso eyddi mesta áratugnum í aukahlutverkum í kvikmyndum á borð við, First Blood, An Officer and a Gentleman, Blue City, Thief of Hearts, og China Girl. Caruso kom einnig fram í myndunum Twins og Hudson Hawk.
Í sjónvarpi þá var hann í aukahlutverki sem Tommy Mann, leiðtogi klíkunnar "The Shamrocks", í Hill Street Blues í byrjun 1980s. Þá kom hann fram í tveimur þáttum í seríunni Crime Story sem var sýnt frá 1986 til 1988.
Tíundi áratugurinn
breytaCaruso kom fram í aukahlutverkum í myndum á borð við King of New York og Mad Dog and Glory. Þegar hann var að taka upp kvikmyndina '[Hudson Hawk frá 1991, þá notaði Caruso ákveðna aðferð þar sem hann neitaði að tala við fólk þar sem persóna hans, Kit-Kat, var mállaus sem hafði bitið tunguna sína af.[7]
Fyrsta stóra hlutverk hans var árið 1993 sem rannsóknarfulltrúinn John Kelly í NYPD Blue sem Caruso vann Golden Globe verðlaun fyrir. Ásamt því að TV Guide nefndi Caruso sem einn af sex nýju stjörnum 1993-94 tímabilsins.
Komst hann í fréttirnar þegar hann ákvað yfirgefa þáttinn til þess að vinna að kvikmyndaferli sínum (þá aðeins fjórum þáttum inn í aðra seríu), en átti erfitt með að sýna sig sem aðalleikara í glæpamyndinni Kiss of Death, sem fékk góða dóma en gekk ekki vel fjárhagslega. Kom hann einnig fram í myndinni Jade (1995), sem gekk mjög illa. Árið 1997 sneri hann aftur í sjónvarpið þegar hann lék í lögfræðiseríunni Michael Hayes, þar sem hann lék New York lögfræðinginn og var serían aðeins sýnd í eitt tímabil.
21. öldin
breytaCaruso kom aftur fram í aukahlutverki í myndinni Proof of Life með Russell Crowe, frá árinu 2000. Árið 2001 lék hann titil hlutverkið í hryllingsmyndinni, Session 9.
Frá 2002-2012, lék hann Lt. Horatio Caine í hinum vinsæla sjónvarpsþætti CSI: Miami. Í CSI: Miami, var Caruso þekktur fyrir að nota einnar setninga línur sem passa þegar á við í senum og notkun sólgleraugna hans. Sólgleraugu Carusos og einnar setningar línur hans, hafa verið gert mikið grín af grínustum og á netinu.
Dúkkuhaus David Caruso
breytaÍ byrjun ársins 2007, varð til Horatio Caine dúkkuhausinn, hann er circa 6 tommur á hæð og er fullur af sælgæti, ásamt því að sýna vel útlit Carusos. Síðan dúkkuhausinn var gefinnn út þá hefur hann orðið mjög vinsæll á tökustað þáttarins og á meðal aðdáenda Carusos. Eftir að hafa heimsótt tökustað í október 2009 fékk hópur aðdáenda sem hafði ferðast allaleiðina frá Toronto, Kanada, dúkkuhausinn gefins sem þakkargjöf eftir nær 2200 mílna ferð til Kaliforníu.
Núna nefnt „Bobble Head David Caruso“ (þ.e. B-HED), þá hefur hann ferðast um margar borgir í Bandaríkjunum (LA, Las Vegas, Chicago, Buffalo, Miami), Ástralíu (Melbourne), Kúbu (Holguin) og Kanada (Toronto, Windsor, Niagara Falls). B-HED hefur eignast mikinn fjölda aðdáenda í fjölmiðlum og á netinu. Sjá B'HED's Blog
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1980 | Getting Wated | Danny | |
1980 | Without a Warning | Tom | |
1980 | Falling in Love Again | Ungur nágrannadrengur | óskráður |
1981 | Crazy Times | Bobby Shea | Sjónvarpsmynd |
1982 | An Officer and a Gentleman | Topper Daniels | |
1982 | First Blood | Lögreglufulltrúinn Mitch | |
1983 | For Love and Honor | Rusty | Sjónvarpsmynd |
1984 | The First Olympics: Athens 1896 | James Connolly | Sjónvarpsmynd |
1986 | Thief of Hearts | Buddy Calamara | |
1986 | Blue City | Joey Rayford | |
1986 | Crime Story | Johnny O´Donnel | Sjónvarpsmynd |
1987 | China Girl | Johnny Mercury | |
1987 | Into the Homeland | Ryder | Sjónvarpsmynd |
1988 | Twins | Al Greco | |
1990 | King of New York | Dennis Gilley | |
1990 | Parker Kane | Joey Torregrossa | Sjónvarpsmynd |
1990 | Rainbow Drive | Larry Hammond | Sjónvarpsmynd |
1991 | Mission of the Shark: The Saga of the U.S.S. Indianapolis | Wilkes | Sjónvarpsmynd |
1993 | Judgment Day: The John List Story | Lögreglustjórinn Bob Richland | Sjónvarpsmynd |
1993 | Mad Dog and Glory | Mike | |
1995 | Kiss of Death | Jimmy Kilmartin | |
1995 | Jade | David Corelli | |
1997 | Gold Coast | Maguire | Sjónvarpsmynd |
1997 | Cold Around the Heart | Ned Tash | |
1998 | Body Count | Hobbs | |
2000 | Swirlee | Herbergisfélagi Mr. Softy´s | |
2000 | Proof of Life | Dino | |
2000 | Black Point | John Hawkins | |
2001 | Session 9 | Phil | |
2004 | CSI: Miami | Horatio Caine | Tölvuleikur – Talaði inn á |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1976 | Ryan´s Hope | Bjöllustrákur | Þáttur: #1.378 óskráður |
1981 | Palmertown, U.S.A. | ónefnt hlutverk | Þáttur: The Suitor |
1983 | CHiPs | Charlie | Þáttur: Hot Date |
1983 | T.J. Hooker | Russ Jennings | Þáttur: Requiem for a Cop |
1983 | The Paper Chase: The Third Year | Bennett | Þáttur: Commitments |
1983 | For Love and Honor | Pvt. Rusty Burger | Þáttur: For Love and Honor |
1981-1983 | Hill Stree Blues | Shamrock Leiðtoginn Tommy Mann | 8 þættir |
1986-1988 | Crime Story | Johnny O´Donnell | 3 þættir |
1990 | H.E.L.P. | Lögreglumaðurinn Frank Sordoni | ónefndir þættir |
1993-1994 | NYPD Blue | Rannsóknarfulltrúinn John Kelly | 26 þættir |
2002 | CSI: Crime Scene Investigation | Horatio Caine | Þáttur: Cross-Jurisdictions |
2005 | CSI: NY | Horatio Caine | Þáttur: Manhattan Manhunt |
2002-2012 | CSI: Miami | Horatio Caine | 232 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
breytaBlockbuster Entertainment verðlaunin
- 2001: Tilnefndur sem besti aukaleikari fyrir Proof of Life.
Emmy verðlaunin
- 1994: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
Golden Globe
- 1994: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
Razzie verðlaunin
- 1996: Tilnefndur sem versta nýja stjarnan fyrir Kiss of Death og Jade.
Tilvísanir
breyta- ↑ Brady, James. In Step With David Caruso (TV and film actor), Parade (magazine), March 6, 2005. Accessed June 2, 2009. "The redheaded David Caruso grew up in Forest Hills, N.Y."
- ↑ „Article: Caruso's happy with `CSI'“. AccessMyLibrary. 28. ágúst 2004. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2012. Sótt 16. október 2009.
- ↑ „Article: 'Jade' star David Caruso talks changes in his personal life“. AccessMyLibrary. 25. september 1995. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2012. Sótt 16. október 2009.
- ↑ „Famous Stanners“. Alumni.molloyhs.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. ágúst 2012. Sótt 16. október 2009.
- ↑ „David Caruso Sued by Ex-Girlfriend“. TVGuide.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. apríl 2009. Sótt 9. apríl 2009.
- ↑ "Alleged Caruso Stalker in Custody"[óvirkur tengill] Yahoo News, March 26, 2009
- ↑ Richard E Grant, „With Nails: The Film Diaries of Richard E Grant“, 179
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „David Caruso“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. febrúar 2010.
- David Caruso á IMDb
- David Caruso á CSI: Miami heimasíðunni á CBS sjónvarpstöðinni Geymt 6 ágúst 2006 í Wayback Machine
Tenglar
breyta- David Caruso á IMDb
- David Caruso á CSI: Miami heimasíðunni á CBS sjónvarpstöðinni Geymt 6 ágúst 2006 í Wayback Machine
- David Caruso Television Geymt 17 nóvember 2015 í Wayback Machine
- Caruso Art Geymt 16 desember 2014 í Wayback Machine
- Lexicon Digital Communications Geymt 15 janúar 2021 í Wayback Machine