Christian Clemenson
Christian Clemenson (fæddur 17. mars 1959) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Boston Legal og CSI: Miami.
Christian Clemenson | |
---|---|
Fæddur | Christian Clemenson 17. mars 1958 |
Ár virkur | 1985 - |
Helstu hlutverk | |
Jerry Espenson í Boston Legal Tom Loman í CSI: Miami |
Einkalíf
breytaClemenson eyddi barnæsku sinni í Humboldt í Iowa. Á unglingsárum sínum þá bar hann út Des Moines Register, sem hefur langa hefð fyrir því að verðlauna skólastyrk til bestu skólana á austurströndinni og velja nokkra stráka sem „blaðadrengi“.[1] Clemenson, vann Register skólastyrk til þess að stunda nám við Phillips Academy í Andover, Massachusetts.[2] Árið 1973, á meðan Chris var við nám við Phillips Academy, þá lést faðir hans aðeins 58 ára gamall.[3]
Eftir að hafa útskrifast frá Phillips, þá fór hann til Harvard College. Strax frá fyrsta ári þá fékk hann góðar viðtökur á þeim hlutverkum sem hann sýndi í leikhúsi skólans, stundum fékk hann meiri viðurkenningu en sýningin sjálf. Þegar Clemenson lék í Harvard Lampoon-grínsýningu, þá sagði gagnrýnandi sýningarinnar að Clemenson væri „hugely talented actor who can trigger hysteria with any of a dozen subtle expressions or inflections“.[4] Aðrir gangrýnendur lýstu hlutverki hans í Shakespeare-leikriti sem „a tour de force of sheer talent and intelligence“ (in The Winter's Tale)[5] og sem "a very fine and subtle performance" í Measure for Measure leikritinu.[6]
Mörg sumur á eftir þá hefur Clemenson snúið aftur til Humboldt til þess að leika eða leikstýra leikritum í Humboldt's Castle Theatre.[7]
Eftir að hafa útskrifast frá Harvard College og Leiklistarskóla Yale flutti hann til Los Angeles.
Ferill
breytaMörg af fyrstu hlutverkum Clemenson í sjónvarpi og kvikmyndum sýndu vel persónuleika hans, sem björtum, mjúkmál atvinnumanni.
Lék hann lögfræðinema í The Paper Chase sjónvarpsmþættinum, ensku kennara Alex Keatons í Family Ties, réttarþjón í kvikmynd Ivan Reitman Legal Eagles, flugskurðlækni í Apollo 13, lögreglumann í The Big Lebowski og Dr. Dale Lawrence í And the Band Played On. Þó að hann hefur verið kunnulegt andlit í meira en áratug, þá er það ekki fyrr en nýlega sem nafn hans er eins þekkt.
Nýlega, þá varð Clemenson þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jerry Espenson í Boston Legal. Fyrir hlutverk sitt þá fékk hann Emmy verðlaun sem bestu gestaleikari í drama þætti árið 2006 og var tilnefndir fyrir sömu verðlaun árið 2007.[8] Lék hann í þættinum þangað til hann hætti árið 2008.
Clemenson lék Dr. Tom Loman, hinn nýja réttarlækni í CSI: Miami frá 2009-2012.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1986 | Hannah and Her Sisters | Larry | |
1986 | Legal Eagles | Ritari | |
1986 | Heartburn | Sidney | |
1987 | Black Widow | Artie | |
1987 | Making Mr. Right | Bruce | |
1987 | Surrender | Drauma lögfræðingur | |
1987 | Broadcast News | Bobby | |
1988 | Daddy´s Boys | Otis | |
1990 | Bad Influence | Pismo Boll | |
1991 | The Fisher King | Edwin | |
1992 | Hero | Conklin | |
1993 | Josh and S.A.M. | Lögreglumaður | |
1995 | Apollo 13 | Dr. Chuck | |
1998 | The Big Lebowski | Ungur lögreglumaður | |
1998 | Almost Heroes | Presturinn Girard | |
1998 | Armageddon | Droning Guy | |
1998 | Mighty Joe Young | Jack | |
1999 | Lost & Found | Ray | |
2006 | United 93 | Thomas E. Burnett, Jr. | |
2010 | Ashley´s Ashes | Presturinn Tim | |
2011 | J. Edgar | Rannsóknarfulltrúinn Schell | |
2013 | Not Safe for Work | Alan Emmerich | Kvikmyndatökur í gangi |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1985 | Fame | Alan Stewart | Þáttur: Selling Out |
1985 | The Golden Girls | Sölumaður | Þáttur: Break In |
1985 | Mary | ónefnt hlutverk | Þáttur: From Pillar to Post |
1986 | The Paper Chase | ónefnt hlutverk | Þáttur: Graduation |
1986 | L.A. Law | Pomerantz | Þáttur: The Princess and the Wiener King |
1987 | Scarecrow and Mrs. King | Jack Colman | Þáttur: Rumors of My Death |
1987 | Cagney & Lacey | Dr. Weinberg | Þáttur: Happiness Is a Warm Gun |
1987 | Independence Day | Isaiah Creed | Sjónvarpsmynd |
1987 | Beauty and the Beast | Jonathan Gould | Þáttur: Nor Iron Bars a Cage |
1987 | Throb | Maður | Þáttur: Selling Out |
1987 | It´s Garry Shandling´s Show | The Amazing Al | 2 þættir |
1988 | Why on Earth? | Mr. Jones | Sjónvarpsmynd |
1988 | Family Ties | Mr. Flaherty | 2 þættir |
1988 | 21 Jump Street | Charles Greening | Þáttur: Raising Marijuana |
1988 | Disaster at Silo 7 | Col. Brandon | Sjónvarpsmynd |
1989 | Hard Time on Planet Earth | Herb Leavitt | Þáttur: Losing Control |
1989 | The Robert Guillaume Show | David | Þáttur: You Win Some, You Lose Some |
1990 | Capital News | Todd Lunden | 13 þættir |
1989-1991 | Matlock | Cyril Henning | 2 þættir |
1991 | Designing Women | Jack Henry | Þáttur: Last Tango in Atlanta |
1992 | Civil Wars | ónefnt hlutverk | Þáttur: Dirty Pool |
1993 | Hearts Afire | Martin Smithers | Þáttur: While the Thomasons Slept in the Lincoln Bedroom |
1993 | And the Band Played On | Dr. Dale Lawrence | Sjónvarpsmynd |
1993-1994 | The Adventures of Brisco County Jr. | Socrates Poole | 27 þættir |
1995 | Lois & Clark: The New Adventures of Superman | Rollie Vale | 2 þættir |
1995 | Cybill | Ed Philo | Þáttur: Odd Couples |
1996 | Murder One | Donald Losey | Þáttur: Chapter Thirteen |
1997 | Mad About You | Jared | 2 þættir |
1998 | The Practice | Barry Wall | Þáttur: Duty Bound |
1998 | Vengeance Unlimited | Alríkisfulltrúinn Stuart Brownsteen | Þáttur: Victim of Circumstance |
1999 | Vampírubaninn Buffy | Balthazar | Þáttur: Bad Girls |
2001 | Bette | Mr. McNally | Þáttur: The Invisible Mom |
2001 | Ladies Man | Hunda ráðgjafi | Þáttur: A Quiet Evening at Home |
2001 | The District | Bob | Þáttur: Night Shift |
2001 | The West Wing | Evan Woodkirk, Smithsonian safnvörður | Þáttur: The Women of Qumar |
2002 | Ally McBeal | Mr. Hookland | Þáttur: Homecoming |
2003 | NYPD Blue | Timothy Bosham | Þáttur: Laughlin All the Way to the Clink |
2003 | The Division | ónefnt hlutverk | 2 þættir |
2004 | Method & Red | Donald | Þáttur: One Tree Hill |
2005 | CSI: Crime Scene Investigation | Charles Pellew | Þáttur: Committed |
2005 | Numb3rs | Henry Korfelt | Þáttur: Assassin |
2004-2005 | Veronica Mars | Abel Koontz | 3 þættir |
2006 | Flight 93 | Tom Burnett | Sjónvarpsmynd |
2006 | Crossing Jordan | Fr. Edward Klausner | Þáttur: Mysterious Ways |
2005-2008 | Boston Legal | Jerry Espenson | 50 þættir |
2009 | ER | Dr. Kurtag | Þáttur: Old Times |
2009 | NCIS | Perry Sterling | Þáttur: Dead Reckoning |
2009 | The Mentalist | Dr. Roy Carmen | 2 þættir |
2009 | Raising the Bar | ónefnt hlutverk | Þáttur: Maybe, Baby |
2010 | Memphis Beat | Jimmy Masterson | Þáttur: Love Her Tender |
2010 | Grey's Anatomy | Ivan Fink | Þáttur: Can´t Fight Biology |
2011 | The Glades | Ed Vickers | Þáttur: Iron Pipeline |
2009-2012 | CSI: Miami | Dr. Tom Loman, réttarlæknir | 52 þættir |
2012 | Harry's Law | Sam Berman | 5 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
breytaEmmy verðlaunin
- 2009: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir Boston Legal.
- 2007: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir Boston Legal.
- 2006: Verðlaun sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir Boston Legal.
Screen Actors Guild verðlaunin
- 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Boston Legal.
- 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Boston Legal.
Tilvísanir
breyta- ↑ Editor (7. ágúst 1933). „Letters to the Editor“. Time Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júlí 2009. Sótt 8. apríl 2008.
- ↑ "Prep School Scholarship Winners." Des Moines Register, 1972-05-14, at 11-F.
- ↑ Obituary of Ernest Clemenson, Des Moines Register, 1973-09-25, at 3-S.
- ↑ Paul A. Attanasio, „Dissertation on Roast Pig“, The Harvard Crimson, 15. október 1979.
- ↑ Esme Murphy, "The Sad Tale's Best," The Harvard Crimson, 1979-12-10.
- ↑ Thomas Hines, „A Good Measure“, The Harvard Crimson, 7. júlí 1981.
- ↑ „Christian Clemenson Biography“. ABC Medianet. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. nóvember 2008. Sótt 8. apríl 2008.
- ↑ Academy of Television Arts & Sciences
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Christian Clemenson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. mars 2010.
- Christian Clemenson á Internet Movie Database