Rex Maynard Linn (fæddur 13. nóvember 1956) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Frank Tripp í CSI: Miami

Rex Linn
FæddurRex Maynard Linn
13. nóvember 1956 (1956-11-13) (68 ára)
Ár virkur1986 -
Helstu hlutverk
Frank Tripp í CSI: Miami

Einkalíf

breyta

Linn fæddist í Hansford County í Texas, Bandaríkjunum. Árið 1969 fluttist fjölskylda hans til Oklahoma borgar og stundaði hann nám við Heritage Hall og seinna meir við Casady School, sem er einkarekinn skóli tengdur Episcopal kirkjunni. Eftir að hafa séð Jack Nicholson leika í One Flew Over the Cuckoo's Nest árið 1975, tilkynnti hann að hann ætlaði sér að verða leikari. Því miður þá minnkaði líkur hans á leikaraferli strax í menntaskóla, þegar við eina færsluna á Fiddler On The Roof, eyðilagði hann næstum því sviðsmyndina í einu af dansatriðunum, Linn var beðinn um að hætta í leikritinum af leikstjóranum. Honum var sagt að nota orkuna sína einhversstaðar annarsstaðar. Lauk hann námi við Oklahoma-ríkisháskólann árið 1980 með gráðu í Útvarpi/Sjónvarpi/Kvikmyndum.

Linn býr í Sherman Oaks, Kaliforníu, með hundunum sínum, Jack and Choctaw, ásamt því að vera harður aðdáandi University of Texas Longhorns og hefur m.a. tekið sér frí frá CSI: Miami til þess að mæta á 2005 Rose Bowl leikinn þar sem lið hans var að spila gegn University of Southern California.

Linn er ákafur stuðningsmaður barnahjálparstarfa og hefur keppt í stjörnu gólfmótum fyrir barnarhjálpir, liðgigtarsamtök og fyrir blindrasamtök.

Ferill

breyta

Fyrsta hlutverk hans fékk hann í myndinni, Dark Before Dawn, sem var framleidd af vini hans Edward K. Gaylord II. Það sem mestu skipti máli var að hann varð meðframleiðandi að myndinni. Þetta gaf honum tækifæri á að kynnast hinni hliðinni á kvikmyndum sem átti eftir að hjálpa honum í heimi leikara.

Árið 1989, þá var hann ráðinn í fyrsta stóra hlutverkið sem raðmorðinginn Floyd Epps, í Night Game, ásamt Roy Scheider. Eftir myndina og hlutverk sem fógeti í Young Riders ákvað hann að flytjast vestur til Los Angeles. Fyrstu þrjú árin stundaði hann leiklist hjá Silvana Gallardo við Studio City og vann mikið með vini sínum Robert Knott sem einnig var leikari, við ýmsa byggingarvinnu.

En smátt og smátt þá byrjaði hann að fá hlutverk þar á meðal í My Heroes Have Always Been Cowboys (1991), Thunderheart (1992), og Sniper (1993), ásamt gestahlutverkum í sjónvarpsþáttum í Northern Exposure, Raven, og The Adventures of Brisco County Jr. Í apríl 1992 þá fékk hann stórahlutverkið sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins, Richard Travers, í myndinni Cliffhanger. Myndin kom Rex á kortið.

Síðan Cliffhanger, þá hefur Rex komið fram í yfir 35 kvikmyndum sem eykst með hverju ári. Frá 2002-2012 lék hann rannsóknarfulltrúanns Sgt. Frank Tripp í CSI: Miami.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1986 Shadows on the Wall ónefnt hlutverk sem Rex Lynn
1988 Bonanza: The Nex Generation Cease Sjónvarpsmynd
1988 Dark Before Dawn Don Hayse
1989 The Bounty Hunter Lögreglumaður nr. 1 sem Rex Lynn
1989 Oklahoma Passage Quantrill Sjónvarps míní-sería
1989 Night Game Epps
1989 Desperado: The Outlaw Wars Logan Sjónvarpsmynd
sem Rex M. Linn
1990 Across Five Aprils Jake
1991 My Heroes Have Always Been Cowboys Gestur á matsölustað
1991 The Gambler Returns: The Luck of the Draw Henry Sjónvarpsmynd
1992 In the Line of Duty: Siege at Marion Fógetinn Ron Gray Sjónvarpsmynd
1992 Thunderheart Alríkisfulltrúi
1993 Sniper Ofursti óskráður á lista
1993 Cliffhanger Travers
1994 Independence Day Nágranni
1994 Iron Will Joe McPherson
1994 Confessions: Two Faces of Evil Gleason Sjónvarpsmynd
1994 Wyatt Earp Frank McLaury
1994 Clear and Present Danger Washington rannsóknarfullrúi
1994 Drop Zone Bobby
1995 Perfect Alibi Barþjónn
1995 Cutthroat Island Herra Blair
1996 Public Enemies Al Spencer
1996 Tin Cup Dewey
1996 The Long Kiss Goodnight Maður í rúmi
1996 Ghosts of Mississippi Martin Scott
1997 Last Stand at Saber River Bill Dancy Sjónvarpsmynd
1997 Breakdown Fógetinn Boyd
1997 The Postman Mercer
1997 Alone Travis Floyd
1998 The Odd Couple II JayJay
1998 Black Cat Run Fógetinn Ben Bronte
1998 Rush Hour Alríkisfulltrúinn Daniel Whitney
1999 Blast from the Past Dave
1999 The Jack Bull Shelby Dykes Sjónvarpsmynd
1999 A Murder on Shadow Mountain Rannsóknarfulltrúinn Bonney Sjónvarpsmynd
1999 Instinct Vörðurinn Alan
1999 Y2K Verkstjóri kjarnorkuverksmiðju Sjónvarpsmynd
2001 Crossfire Trail Luke Taggart Sjónvarpsmynd
2001 Ghosts of Mars Yared
2002 The Salton Sea Rannsóknarfulltrúinn Bookman
2002 The Round and Round Fógeti
2003 Monte Walsh Hat Henderson Sjónvarpsmynd
2003 The Hunted Powell
2003 Dry Cycle Jeddidah
2003 Cheaper by the Dozen Þjálfarinn Bricker
2004 After the Sunset Fulltrúinn Kowalski
2005 The Zodiac Jim Martinez
2005 American Gun Earl
2006 Two Tickets to Paradise Karl
2006 Abominable Bóndinn Hoss
2007 The Grand Ride of the Abernathy Boys Þulur
2008 Appaloosa Clyde Stringer
2008 Trial by Fire Foringi
2009 The Macabre World of Lavender Williams Fógetinn Murdstone
2012 Atlas Shrugged II: The Strike Kip Chalmers
2012 Django Unchained Tennessee Harry Kvikmyndatökum lokið
2013 Devil´s Knot Rannsóknarfulltrúinn Gary Gitchell Kvikmyndatökum lokið
2013 Flutter Fógetinn Cole Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1990 The Young Riders Fógeti Þáttur: Hard Time
1991 Northern Exposure Martin Þáttur: All Is Vanity
1991 FBI: The Untold Story Christopher Wilder Þáttur: Millionaire Murderer
1991 Doogie Howser, M.D. Billy Þáttur: It´s a Wonderful Laugh
1993 Raven ónefn hlutverk Þáttur: Wipe-Out
1994 The Adventure of Brisco County Jr. Mountain McClain Þáttur: Bounty Hunter´s Convention
1997 Nash Bridge ónefnt hlutverk Þáttur: Sniper
1996-1997 3rd Rock from the Sun Chuck / Webber Þáttur: Frozen Dick (1996)
Þáttur: Tom, Dick and Mary (1997)
1998 Vengeance Unlimited J.J. Þáttur: Eden
1999 Walker, Texas Ranger Fógetinn Lester Stahl Þáttur: Way of the Warrior
1999 Snoops ónefnt hlutverk Þáttur: A Criminal Mind
2000 The Pretender Fulltrúinn Ellis Talbot Þáttur: Spin Doctor
2000 Profiler Fulltrúinn Ellis Talbot Þáttur: Clean Sweep
1995-2000 JAG Maj. Mark 'Falcon' Sokol / Lt. Mark 'Falcon' Sokol 6 þættir
2000-2001 The Fugitive Karl Vasick 5 þættir
2004 - 2012 CSI: Miami Rannsóknarfulltrúinn Frank Tripp 232 þættir
2007 Saving Grace Wiley Þáttur: And You Wonder Why I Lie

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta