Listi yfir þekktar tilraunir/Sálfræði
Eftirfarandi er listi yfir þekktar tilraunir í sálfræði. Sjá listi yfir þekktar tilraunir fyrir aðra lista
- Ivan Pavlov rannsakar klassíska skilyrðingu hjá hundum (tíundi áratugur 19. aldar og fyrsti áratugur 20. aldar)
- John Broadus Watson og Rosalie Rayner kanna klassíska skilyrðingu hræðsluviðbragðs hjá Alberti litla (1920)
- B.F. Skinner gerir tilraunir á virkri skilyrðingu (fjórði áratugur 20. aldar-sjöundi áratugur 20. aldar)
- Solomon Asch sýnir hvernig hópþrýstingur getur fengið fólk til að samþykka skoðanir sem augljóslega eru rangar (1951)
- Harry Harlow sýnir með rannsóknum sínum á apaungum að hlýja er mikilvægari en matur fyrir myndun geðtengsla við móður (1957-1974)
- Stanley Milgram gerir Milgramtilraunirnar svokölluðu á hlýðni og undirgefni (1963)
- Philip Zimbardo er í forsvari fyrir hina frægu fangelsisrannsókn Stanford-háskóla (1971)
- Allan og Beatrice Gardner kenna apanum Washoe táknmál (áttundi áratugurinn)
- Martin Seligman rannsakar lært hjálparleysi (áttundi áratugurinn)
- David Rosenhan sýnir að geðlæknar eru ekki í stakk búnir til að greina á milli þeirra sem eru geðveikir og þeirra sem eru það ekki (1972)
- Elizabeth Loftus og John C. Palmer sýna fram á að leiðandi spurningar geta leitt til falskra minninga (1974)