Geðtengsl

Geðtengsl er hugtak í sálfræði og er haft um gagnkvæm tilfinningatengsl milli barns og foreldra sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Innan Þroskasálfræðinnar eru geðtengslin sögð sérstaklega mikilvæga eigind fyrir framtíðarvelferð barnsins, persónuþroska þess og geðheilsu. Geðtengsl við móður eða föður eru til dæmis sögð helsta forsenda fyrir eðlilegum samskiptum við ókunnu síðar á ævinni.

Öryggistengsl eða kvíðatengslBreyta

Geðtengsl eru sögð verða annaðhvort merkt öryggi eða kvíða. Öryggistengsl verða þegar uppalandi kann að bregðast rétt við merkjum barnsins og lætur ekki eigið sálarástand ráða viðbrögðunum. Kvíðatengsl á hinn bóginn verða ef uppalandi er ekki nógu næmur fyrir hlutverki sínu og lætur eigið skap ráða samskiptunum við barnið.

Tengt efniBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.