Leikbræður - Í Víðihlíð
Leikbræður syngja er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1957. Á henni flytja Leikbræður tvö lög við undirleik Carl Billich sem einnig sá um raddsetningu. Leikbræður voru þeir Gunnar Einarsson, Ástvaldur Magnússon, Torfi Magnússon og Friðjón Þórðarson. Þetta er fyrsta plata sem Leikræður sungu inn á. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Leikbræður syngja | |
---|---|
IM 116 | |
Flytjandi | Leikbræður, Carl Billich |
Gefin út | 1957 |
Stefna | Sönglög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Lagalisti
breyta- Í Víðihlíð - Lag - texti: Kirchner - Magnús Ásgeirsson ⓘ
- Við hafið - Lag - texti: Ítalskt þjóðlag - Friðjón Þórðarson