Mýraflóki
Mýraflóki (fræðiheiti: Rhododendron tomentosum (áður Ledum palustre), er ilmandi runni í undirdeildinni Ledum í lyngrósaættkvísl (Rhododendron) í lyngætt.
Mýraflóki | ||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
R. tomentosum í blóma
| ||||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||||
Rhododendron tomentosum Harmaja | ||||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||||
Ledum palustre L. |
Lýsing
breytaMýraflóki er lágvaxinn runni sem verður að 50 sm hár (sjaldan að 120 sm) með sígrænum blöðum 12–50 mm löng og 2–12 mm breið. Blómin eru smá, með 5 krónublöð, og eru mörg í hálfsveipum sem eru nokkrir saman endastæðum klösum 3–5 sm í þvermál. Þau eru með sterka lykt sem dregur að býflugur og önnur frjóvgandi skordýr.
Búsvæði og útbreiðsla
breytaÍ Norður-Ameríku vex hann í norðurhluta Grænlands, Kanada, og Alaska, í Evrópu í norður og miðhlutanum, og í Asíu suður til norður Kína, Kóreu og Japan. Hann vex á mýrlendi, runnasvæðum og mosa og fléttu túndru.
Efnainnihald
breytaAllir hlutar plöntunnar innihalda eitraða terpena sem virka á miðtaugakerfið. Fyrstu einkenni ofskömmtunar er svimi og truflanir í hreyfigetu, sem verða svo krampi, velgja, og meðvitunarleysi. Lyktin ein og sér getur valdið höfuðverk hjá sumu fólki.[1]
Líkar tegundir
breytaEkki má rugla þessari tegund við hina skyldu og líku tegund heiðaflóka (Rhododendron groenlandicum), sem finnst aðallega á Labrador og Grænlandi, en einnig víðar í norðurhluta Norður-Ameríku), sem er heppilegri til nytja vegna lægri efnainnihalds.
Nytjar
breytaJurtalækningar
breytaMýraflóki er notaður í jurtalækningum til að gera svonefnt Labrador-te. Sumir telja mýraflóka vera heppilegan til að smyrja á stungu- og bitsár, t.d. vegna skordýra. Hinsvegar hafa engar áreiðanlegar rannsóknir verið gerðar á því enn.
Aðrar nytjar
breytaMýraflóki var notaður í Gruit(en) í bjórgerð á miðöldum. Vegna sterkrar lyktarinnar hefur hann áður verið notaður sem vörn gegn fatamöl, einnig moskítóflugum og skordýrum almennt í Skandinavíu.
Tenglar
breyta- "Rhododendron tomentosum".[óvirkur tengill] Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
- Flora of China: Ledum palustre
- USDA PLANTS database: Ledum palustre Geymt 18 júní 2013 í Wayback Machine
- Den virtuella floran: Distribution
Tilvísanir
breyta- ↑ Labrador tea WebMd