Laxárdalur (Austur-Húnavatnssýslu)
Laxárdalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu sem oft er kallaður Laxárdalur fremri til aðgreiningar frá Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, sem er handan við fjallgarðinn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu og er stundum kallaður Laxárdalur ytri.
Laxárdalur liggur samsíða Langadal, frá Refasveit og næstum fram að Bólstaðarhlíð og Vatnsskarði. Þar var áður allmikil byggð, um tuttugu bæir, en nú er aðeins einn eftir í byggð. Dalurinn er grösugur og nokkuð búsældarlegur en mjög snjóþungur.
Norður eftir dalnum rennur Laxá í Laxárdal, sem kallast Laxá í Refasveit eftir að hún kemur fram úr dalnum og sameinast Norðurá. Vatnaskil eru nokkuð sunnan við miðjan dal, á móts við Litla-Vatnsskarð og rennur Auðólfsstaðaá þaðan til suðurs og síðan til vesturs um Auðólfsstaðaskarð í Blöndu.
Bæir
breytaí byggð:
breyta- Mánaskál (komin aftur í byggð 2014.)
- Skrapatunga (Komin aftur þegar Benedikt og Guðrún keyptu býlið 2001).
í eyði:
breyta- Balaskarð
- Gautsdalur (fór í eyði 2014)
- Úlfagil
- Mýrakot
- Núpur
- Illugastaðir
- Refsstaðir
- Núpsöxl
- Kirkjuskarð
- Sneis
- Tungubakki
- Eyrarland
- Vesturá
- Grundarkot
- Kárahlíð
- Hvammur
- Litla-Vatnsskarð
- Mörk
- Mjóidalur
- Skyttudalur
- Þverárdalur
- Selhagi