Laxá (Þingeyjarsýslu)
Laxá er lindá í Suður-Þingeyjarsýslu sem rennur úr Mývatni og niður Laxárdal. Ofan Brúarfossa og Laxárvirkjunar nefnist áin Laxá í Mývatnssveit, en neðri hluti árinnar kallast Laxá í Aðaldal. Laxá er önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins og ein þekktasta laxveiðiáin. Árið 1970 stóð Laxárdeilan um virkjun efst í Laxá.
Efri hluti Laxár er um 33 kílómetrar að lengd frá Brúarfossum að upptökum í Mývatni, en heildarlengd árinnar er 58 km. Hún er að mestu leyti hrein lindá, nema hvað Kráká fellur í hana efst. Vatnsmagnið er því nokkuð stöðugt. Allt umhverfi árinnar er vel gróið og þykir einstaklega fagurt og þar er mikið og fjölbreytt fuglalíf. Margir góðir veiðistaðir eru í Laxá og þar hafa oft veiðst miklir stórlaxar. Laxá í Laxárdal er líka þekkt fyrir að vera ein besta urriðaveiðiá landsins og veiðast þar oft stórir og vænir urriðar. Náttúrufegurð þykir mikil við Laxá en áin rennur á hrauni allan Aðaldal að Æðarfossum neðan við Laxamýri, um 1 km frá sjó, en þar fellur hún fram af hraunbrúninni. Brúarfossar eru þó ekki svipur hjá sjón eftir að Laxá var virkjuð þar um 1950.
Tenglar
breyta- Openstreetmap Laxá í Laxárdal (Þingeyjarsýslu)
- Laxá í Laxárdal (Þingeyjarsýslu) - Laxá úr Mývatni er virkjuð á 3 stöðum en þar sem Kráká er óttaleg drullutuðra veldur framburður hennar truflunum á virkjununum, ritgerðin skoðar dípkanir á botninum til að safna framburðinum sem lausn