Flokkur
Lota
3
7 89
Ac
90
Th
91
Pa
92
U
93
Np
94
Pu
95
Am
96
Cm
97
Bk
98
Cf
99
Es
100
Fm
101
Md
102
No
103
Lr


Aktiníð eru hópur 15 frumefna, frá aktin til lawrensín, með sætistölurnar 89 til 103. Aktiníðahópurinn er nefndur eftir aktíni. Allir aktiníðar aðrir en lawrensín eru f-blokkar frumefni. Til eru aðrar framsetningar á aktiníðahópnum annaðhvort eru án aktíns eða lawrensíns.

Ólíkt lantaníðum eru aktiníð ekki jafn efnafræðilega lík hvort öðru. Til dæmis eru oxunarstig þeirra mun fjölbreyttari og í upphafi olli það ágreiningi um hvort aktín, þórín og úran væru frekar d-blokkar frumefni. Öll aktiníð eru geislavirk.

Aktín, þórín og úran eru einu aktiníðin sem koma fyrir náttúrulega í skorpu jarðar. Öll hin voru framleidd á tuttugustu öldinni með ýmsum kjarneðlisfræðilegum aðferðum. Sá helmingur hópsins sem hefur hærri sætistölur, frá og með plútoni, hefur gríðarlega stuttan helmingunartíma.