Dómstóll er opinber almenningsstofnun sem hefur vald til að framkvæma réttarhöld. Í hefðbundnum verkahring dómstóls eru meðal annars deilulausnir, dómsuppkvaðningar og meðhöndlun mála í sambandi við umfang framkvæmdavaldsins. Í lýðveldi er mikilvæg undirstaða skiptingar ríkisvaldsins sú að dómsvaldið sé aðskilið frá öðrum völdum. Úr annarri grein íslensku stjórnarskrárnar:

Úr Nürnberg-réttarhöldunum árin 1945-1946
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.[1]

Í lýðveldi eiga allir rétt á að koma með deilur sínar til dómstóls. Dómstóll er hluti dómskerfis sem skiptist í ýmislegar stofnanir á mismunandi stigum. Ákveðnir dómstólar sjá um ákveðin mál, til dæmis sérhæfir Mannréttindadómstóll Evrópu sig í afgreiðslu mála í sambandi við brot á mannréttindum.

Dómskerfið á Íslandi

breyta

Íslenska kerfinu má skipta í tvö stig: Hæstarétt og Héraðsdómstólana. Í dómstól Hæstaréttar eru níu dómarar sem forseti Íslands skipar í embætti samkvæmt tillögum innanríkisráðherra. Héraðsdómstólarnir eru átta samtals.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „1944 nr. 33 17. júní / Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“. Sótt 6. september 2014.
   Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.