Kappreiðar
Kappreiðar er hestamennsku íþrótt tveggja eða fleiri hesta sem eru riðnir af einum eða fleiri knöpum (eða stundum án knapa) yfir ákveðna fjarlægð í keppni. Það er ein af elstu íþróttum heims, þar sem grunnforsenda þess að finna út hver af tveimur eða fleiri hestum sé fljótari á ákveðnri braut eða yfir ákveðna fjarlægð, hefur haldist óbreytt síðan á klassískum fornöldum.[1]
Kappreiðar eru breytilegar og margar þjóðir hafa þróað þeirra eigin hefðir í íþróttinni. Meðal útfærslna er að takmarka kappreiðarnar við ákveðnar tegundir, fara yfir hindranir, mismunandi vegalengdir, mismunandi yfirborð brautar og mismunandi gangtegundir. Í sumum kappreiðum fá hestarnir mismunandi þyngdir til að sýna mun í getu, það ferli kallast forgjöf.[2]
Þó að hestar séu stundum riðnir í íþróttaskyni, þá er stór hluti af áhuga á íþróttinni og fjármunum hennar í fjárhættuspilum sem tengjast þeim.[3] Sú starfsemi aflaði 2019 á heimsvísu 115 milljarða bandaríkjadala.[4]
Saga
breytaKappreiðar hafa langa og sérstaka sögu og hafa verið iðkaðar í menningarsamfélögum um allan heim frá fornu fari. Fornleifa skrár gefa til kynna að kappreiðar áttu sér stað í Grikklandi til forna, Róm til forna, Babýlon, Sýrlandi og Egyptalandi. Þær hafa einnig sess í goðsögum, eins og keppni hesta guðsins Óðins og risans Hrungnir í norrænu goðasögunum.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Horse racing“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. janúar 2023.
- ↑ „Horse racing“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. desember 2013. Sótt 6. maí 2014.
- ↑ „Horse Racing Terms“. Official Horse Picks. 10. apríl 2020. Sótt 10. apríl 2020.
- ↑ Campbell, National Gambling Impact Study Commission Final Report, p. 111
- ↑ „Annual Report 2019“ (PDF). International Federation of Horseracing Authorities. 2019. Sótt 11. maí 2022.