Landsmót UMFÍ, sem Ungmennafélag Íslands heldur, er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi. Fyrsta landsmótið var haldið árið 1909 á Akureyri en þau hafa frá árinu 1940 að jafnaði verið haldin á þriggja ára fresti. Nokkrar undantekningar hafa þó verið á því. Síðasta Landsmót UMFÍ var haldið árið 2013 á Selfossi[1].

Fyrri Landsmót breyta

Nr. Ár Staðsetning[2]
27. 2013 Selfoss
26. 2009 Akureyri
25. 2007 Kópavogur
24. 2004 Sauðárkrókur
23. 2001 Egilsstaðir
22. 1997 Borgarnes
21. 1994 Laugarvatn
20. 1990 Mosfellsbær
19. 1987 Húsavík
18. 1984 Keflavík og Njarðvík
17. 1981 Akureyri
16. 1978 Selfoss
15. 1975 Akranes
14. 1971 Sauðárkrókur
13. 1968 Eiðar
12. 1965 Laugarvatn
11. 1961 Laugar í Suður-Þingeyjarsýslu
10. 1957 Þingvellir
9. 1955 Akureyri
8. 1952 Eiðar
7. 1949 Hveragerði
6. 1946 Laugar í Suður-Þingeyjarsýslu
5. 1943 Hvanneyri
4. 1940 Haukadalur
3. 1914 Reykjavík
2. 1911 Reykjavík
1. 1909 Akureyri

Heimildir breyta

  1. „Næsta Landsmót UMFÍ 2013“.
  2. „Landsmót UMFÍ“.