Jammú og Kasmír

Jammú og Kasmír er fylki í norðurhluta Indlands. Stærstur hluti þess er í Himalajafjöllum. Það á landamæri í suðri að Himachal Pradesh og Púnjab. Í norðaustri á fylkið landamæri að Kína og í norðvestri skilur vopnahléslína það frá pakistönsku héruðunum Azad Kashmir og Gilgit–Baltistan. Þrjú ríki, Kína, Pakistan og Indland, eiga í deilum um hina ýmsu hluta héraðsins, sem áður var furstadæmið Jammú og Kasmír,

Kort af Kasmír sem sýnir umdeild svæði
Kort.

Fylkið skiptist í þrjá hluta Jammú, Kasmírdal og Ladakh. Srinagar er höfuðstaður fylkisins á sumrin en Jammúborg á veturna. Íbúar eru 12,5 milljónir. Yfir 97% íbúa Kasmírdals eru múslimar en meirihluti íbúa Jammú eru hindúar. Í Ladakh er um helmingur múslimar og helmingur búddatrúar. Opinber tungumál fylkisins eru kasmírska og úrdú.


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.