La Niña
(Endurbeint frá La niña)
La Niña, einnig ritað La Nina, (er spænska og þýðir stúlkubarnið) er veður- og haffræðilegt fyrirbæri, sem á við lægri sjávarhita en 0,5° af meðalhita í austurhluta kyrrahafs í hitabeltinu.
Myndar ásamt El Niño suðurhafs(hita)sveiflur (enska El Nino Southern Oscillation, skammstafað ENSO ) á suðurhveli jarðar, sem hefur mikil áhrif á veðurfar um allan heim.