Lögmálið um samsemd óaðgreinanlegra hluta

Lögmálið um samsemd óaðgreinanlegra hluta (eða lögmál Leibniz) er verufræðilegt lögmál sem þýski heimspekingurinn G.W. Leibniz setti fyrstur manna fram á 17. öld. Lögmálið kveður á um að ef engin leið er til þess að þekkja eða greina í sundur tvo hluti, þá sé um einn og sama hlutinn að ræða. Það er að segja, tvö fyrirbæri, x og y, eru einn og sami hluturinn ef og aðeins ef x hefur alla eiginleika sem y hefur og enga aðra eiginleika en þá sem y hefur.

Formleg framsetning breyta

Í umsagnarökfræði er lögmálið um samsemd óaðgreinanlegra hluta sett fram á eftirfarandi hátt:

(x)(y)(P)(x=y ↔ (Px ↔ Py))

(Takið eftir að þetta er framsetningarmáti í æðri umsagnarökfræði. Það er ekki hægt að setja lögmálið fram í einfaldri umsagnarökfræði eða setningarökfræði.)

Umdeilanleg beiting lögmálsins breyta

Franski heimspekingurinn René Descartes beitti lögmálinu um samsemd óaðgreinanlegra hluta í ritinu Meditationes de Prima Philosophia (Hugleiðingar um frumspeki) eins og frægt er orðið. Descartes hélt því fram að hann gæti ekki dregið í efa eigin tilvist (hin frægu „Ég hugsa, þess vegna er ég“ rök) en að hann gæti efast um tilvist líkama síns. Af þessu dró hann þá ályktunpersónan Descartes gæti ekki verið eitt og hið sama og líkami Descartes þar eð annað bjó yfir eiginleika sem hitt bjó ekki yfir, það er að segja að vera þekkjanlegt.

Heimspekingar nú á dögum hafna þessari röksemdafærslu yfirleitt, venjulega á þeim forsendum að í henni er komist að niðurstöðu um hvað sé satt út frá forsendu um hvað fólk veit. Því er haldið fram að það hvað fólk veit eða trúir segi ekkert um hvernig viðfang þekkingarinnar eða skoðunarinnar er í raun og veru. Ýmis gagndæmi hafa verið gefin til þess að hrekja röksemdafærslu Descartes með niðursöllun í fáránleika á borð við eftirfarandi dæmi:

1. Árni, sem er grunnskólanemi og er nýbúinn að læra deilingu, veit hvað   er.
2. Árni er ekki búinn að læra um ferningstölur og ferningsrætur, svo að hann veit ekki hver   er.
3. Þar af leiðandi hefur   eiginleika sem   hefur ekki: í fyrra tilvikinu veit Árni hver niðurstaðan er.
4. Þar af leiðandi er   ekki það sama og  .

Gagnrýni breyta

Max Black hefur fært rök gegn lögmálinu um samsemd óaðgreinanlegra hluta í formi gagndæmis. Hann heldur því fram að í samhverfum heimi, þar sem einungis tveir samhverfir knettir eru til, séu knettirnir tveir aðskildir hlutir, þrátt fyrir að þeir hafi alla sömu eiginleikana.

Tengt efni breyta

Tengill breyta

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Identity of indiscernibles“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. október 2005.

  • Kim, Jaegwon og Sosa, Ernest (ritstj.), Metaphysics: An Anthology (London: Blacwell Publishing, 1999).