Lögbundnir frídagar á Íslandi

aðgreiningarsíða á Wikipediu

Lögbundnir frídagar á Íslandi, samkvæmt lögum um 40 stunda vinnuviku nr. 88/1971[1], eru „helgidagar þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní, enn fremur aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13“. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru taldir upp í lögum nr. 32/1997 [2]um helgidagafrið og er þeim þar skipt í þrjá flokka eftir því hvaða starfsemi er leyfð.

Auk venjulegra sunnudaga eru því lögboðnir frídagar þessir:

Heiti Dagsetning Vikudagur Athugasemd
Nýársdagur 1. janúar
Skírdagur fimmtudagur Síðasti fimmtudagur fyrir páska.
Föstudagurinn langi föstudagur Síðasti föstudagur fyrir páska.
Páskadagur Fyrsti sunnudagur eftir að tungl verður fullt næst eftir vorjafndægur.
Annar í páskum mánudagur Mánudagurinn eftir páskadag.
Sumardagurinn fyrsti fimmtudagur Fyrsti dagur hörpu sem er fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl.
Fyrsti maí 1. maí
Uppstigningardagur fimmtudagur Fimmtudagur 40 dögum eftir páskadag.
Hvítasunnudagur sunnudagur Sunnudagur 50 dögum eftir páskadag.
Annar í hvítasunnu mánudagur Mánudagurinn eftir hvítasunnudag.
Þjóðhátíðardagur Íslands 17. júní Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar
Frídagur verslunarmanna mánudagur Fyrsti mánudagur ágústmánaðar
Aðfangadagur 24. desember Frá kl. 13.00 (samkvæmt Lögum um helgidagafrið[2] samkvæmt Lögum um 40 stunda vinnuviku[1])
Jóladagur 25. desember Til kl. 6.00 að morgni næsta dags (samkvæmt Lögum um helgidagafrið[2])
Annar í jólum 26. desember
Gamlársdagur 31. desember Frá kl. 13.00 (Lög um helgidagafrið[2] taka ekki til gamlársdags heldur Lög um 40 stunda vinnuviku[1])

Fjöldi frídaga á hverju ári er nokkuð breytilegur af því að sumir þessara daga falla stundum á laugardaga eða sunnudaga, eins geta þeir fallið hver á annan. Til dæmis lenti sumardagurinn fyrsti á skírdag árið 2011 en það getur skeð þar sem báða þessa daga ber alltaf upp á fimmtudag og vegna færanleika páskanna og þess að sumardagurinn fyrsti er innan þess færanlega tímabils, geta þeir oft lent saman.

Við talningu þarf einnig að taka tillit til þess að páskadagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag, sem er því í sjálfu sér frídagur hvort eð er. Munurinn er samt sá að samkvæmt þeim þremur skilgreiningum á helgi daga þá er yfir páskadegi og hvítasunnudegi meiri helgi en venjulega sunnudaga.

Því eru það tólf frídagar sem ekki geta lent á laugar-eða sunnudegi, þar af sjö sem eru bundnir virkum dögum en fimm sem geta lent á helgum sökum þess að þeir eru bundnir ákveðnum mánaðardögum svo sem 17. júní. Eins eru ekki taldir með í þessum tólf frídögum, aðfangadagur og gamlársdagur, þar sem þeir eru bara frídagar til hálfs, það er frá kl. 13.00. Af þessu leiðir að frá ári til árs geta þessir frídagar rokkað á milli átta til tólf daga.

Lögbundnir frídagar í öðrum löndum

breyta

Til samanburðar má nefna lögbundna frídaga í nokkrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Í þessum samanburði við önnur lönd er tekið tillit til þess að aðfangadagur og gamlársdagur eru bara frídagar til hálfs hér á landi, það er frá klukkan 13.00 og páskadagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag og eins að frídagur verslunarmanna er ekki frídagur allra. Því er samanburðurinn við þá tólf frídaga sem eftir standa.

  • England 8
  • Noregur 10
  • Bandaríkin 11[3]
  • Finnland 10
  • Svíþjóð 11
  • Frakkland 11
  • Ítalía 11
  • Danmörk 12
  • Grikkland 12
  • Spánn 14[4]

Í Bretlandi er fyrirkomulagið þannig að uppbótarfrídagur kemur í stað lögboðins frídags sem ber upp á helgi og komið hefur til tals í samningaviðræðum aðila vinnumarkaðsins að taka upp sambærilegt fyrirkomulag en ekki tekist samstaða um það.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 88/1971: Lög um 40 stunda vinnuviku
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 32/1997: Lög um helgidagafrið
  3. „Biden signs into law bill establishing Juneteenth as federal holiday“. NBC News (enska). Sótt 18. júní 2021.
  4. . „Fleiri rauðir dagar hér en í nágrannalöndum“. Fréttablaðið. 12 (85) (2012): 2.
  5. . „Fleiri rauðir dagar hér en í nágrannalöndum“. Fréttablaðið. 12 (85) (2012): 2.

Tenglar

breyta