Annar í jólum

helgidagur kristinnar kirkju og lögboðinn frídagur á Íslandi

Annar í jólum er í hátíðadagatali Íslensku þjóðkirkjunnar 26. desember, nefndur Stefánsdagur til minningar um fyrsta píslarvottinn, Stefán frumvott, en hann var grýttur þennan dag á 1. öld.

Þriðji í jólum

breyta

Fram til ársins 1770 hvíldi á þriðja í jólum helgi og var hann almennur frídagur en það ár var hann afhelgaður, sem og þrettándann sem einnig hafði verið helgi-og frídagur. Eins var um dagana þriðja í Hvítasunnu og þriðja í Páskum, þar sem konungi fannst Íslensk alþýða hafa of mikið af almennum frídögum.

Dagarnir milli annars í jólum til gamlársdags eru oft nefndi rest og fólk bíður hvort öðru gleðilega rest á milli jóla og nýárs. Orðið er danskættað orð sem venjulega þýðir leifar eða afgangar í óformlegri íslensku.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
  • „Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?“. Vísindavefurinn.