Lífshættir Rómverja

Erfitt er að gera sér grein fyrir því nákvæmlega hvernig Rómverjar lifðu í upphafi Rómartímans, því talið er að flestar heimildir hafi brunnið í Róm um 300 f.Kr. er Gallar gerðu árás. Sagt er að Rómverjar hafi verið að flýta sér svo mikið að byggja borgina að þess vegna séu elstu götur hennar svo skakkar, en þegar heimildirnar brunnu myndaðist fullkomið op fyrir þjóðsögur eins og söguna um Rómúlus og Remus sem allir þekkja. Hér verður aðallega fjallað um tímabilið 300-200 f.Kr. Tekið skal fram, að þó lítið sé fjallað um her Rómverja hér, skipti hann miklu máli í lífi þeirra.

Rómverskt par

Fjölskyldur og stéttaskipting

breyta

Rómverjum var skipt í stéttir. Yfirstéttir voru fjórar en svo voru plebeiar (lýðurinn) sem fengu síðar hundraðsþingmenn og að kjósa plebeia á þing. Rómverjar bjuggu í byggingum svipuðum þeim sem ríkustu Etrúrar höfðu. Nánast hver einasta rómverska fjölskylda átti þræl og konur unnu ekki eins mikið og tíðgaðist í Grikklandi sökum þrælanna. Því höfðu mæður nægan tíma til að ala börn sín. Elsti karlmaðurinn var alltaf húsbóndinn og réði öllu innan fjölskyldunnar. Ef kona hans syndgaði mátti hann ráða hver refsinginn yrði, jafnvel drepa hana. Þetta kom þó ekki í veg fyrir það að þau elskuðust yðurlega heitt og þó að húsbóndinn réði yfir börnum sínum kom það heldur ekki í veg fyrir að þau ynnu honum og flölskyldumeðlimum nokkuð jafnt. Þegar faðirinn var orðinn gamall var það skylda þeirra yngri að hjúkra honum. Jarðarfarir voru mikilvægur þáttur í lífi Rómverja frá upphafi. Konum var þó bannað að gráta, og er ástæða þess óljós. En brúðkaup voru einnig tíð og gamansöm. Dætur mátti gifta 12 ára og var þá gerður kaupmáli svipaður því sem tíðkaðist í Íslendingasögunum.

Almennt var líf Rómverja þó gott og þeir þurftu yfirleitt ekki að vinna mikið en þó kom það fyrir að þegar menn komu frá stríði voru þeir búnir að safna upp skuldum af okurvöxtum bankanna. Þó svo að senatið hafi reynt að hamla vöxtunum var það ekki nóg. Var þetta einn mesti galli á Rómverjum í byrjun tímanna en ef maður átti engan pening fyrir skuldunum var hann úrskurðaður gjaldþrota af hundraðsdeildaþingmönnum, sem gegndu einnig dómarastörfum.

Þingið

breyta

Rómverskum lýð var skipt í 500 manna hópa og þeim í hundraðsdeildir hver hundraðsdeild átti seinna meir sinn þingmann, ekki í öldungaráðinu heldur minna þingi sem senatið naut aðstoðar.

Herinn

breyta

Hverjum Rómverja var skylt að fara í herskóla og í einu og öllu var þeim raðað í cohorts og hundraðsdeildir sem æfðu og börðust saman. Þegar Rómverji var orðinn 15 vetra varð hann að fara í herskólann. Talið er að í byrjun Róm, þegar Róm var einungis lítið borgríki hafi Rómverjar barist eins og Grikkir og Makedóníumenn með stór og þung spjót og hrínglóttaskyldi. Í hernum þurftu menn að sjá fyrir sér sjálfir um vopn og verjur fyrst um sinn. Herinn skaffaði ekki vopnin. Því var mönum skipt í fimm stéttir sem báru vopn eftir því hve mikið þeir áttu. Hinir ríkustu höfðu bronsbrynju, stóran skjöld, sverð, hjálm og eins konar legghlífar. Næsta stétt fyrir neðan hafði aðeins minna og svo koll af kolli, en þeir fátækustu báru aðeins slöngur. Til að geta orðið öldungaráðsmaður og eða hershöfðingi þurfti hann að vera búinn að gegna herþjónustu í a.m.k. 10 ár. Þó var veitt undantekning eins og með Scipio Africanus.

Rómverjar trúðu á marga guði og voru sífellt að tilbiðja þá. Sumir segja þá hafa verið yfir 30.000 og Grikkir kvörtuðu yfir því að í sumum borgunum voru jafnvel fleiri guðir en íbúar. Guðir og trú Rómverja var þónokkuð öðruvísi en tíðkaðist í Grikklandi þeir trúðu nefnilega á anda og að þeir væru allt í kringum sig. Seinna meir oft á örvæntinga fullum tímum tóku Rómverjar inn nýja og byggðu þeim hof en útilokuðu þó ekki gömlu guðina og héldu í þær hefðir er fyrr höfðu skapast allt þar til þeir tóku kristni.

Heimildir

breyta
  • Will Durant (1963). Rómaveldi I. Menningarsjóður.