Lev Vygotskíj
Lev Semjonovítsj Vygotskíj (rússneska: Лев Семёнович Выготский; 17. nóvember 1896 til 11. júní 1934) var rússneskur sálfræðingur og kennari. Hann lagði áherslu á félagslegt samspil einstaklings, umhverfis og menningar.
Vygotskíj fæddist árið 1896 í Orsha í Hvíta-Rússlandi inn í fjölskyldu efnafólks af Gyðingaættum og ólst upp í Homel í suðurhluta Hvíta-Rússlands. Hann nam lögfræði við háskólann í Moskvu, útskrifaðist árið 1918 og hélt aftur til Homel þar sem hann starfaði sem kennari. Árið 1924 flutti hann til Moskvu. Hann dó úr berklum árið 1934.
Ritverk Vygotskíjs eru á sviði þróunarsálfræði, þroskasálfræði og menntunar.
Vygotskíj rannsakaði hlutverk menningar og samskipta og lausnaleitar í vitsmunaþroska. Hann skoðaði nám sem félagslegt ferli, hvernig samskipti barns við fullorðna, sérstaklega foreldra, höfðu áhrif á vitsmunaþroska, hvernig barn nemur menningu svo sem tungumál, ritmál og annars konar táknróf sem hefur áhrif á hvernig barnið byggir upp þekkingu sína.
Vygotskíj telur að einstaklingurinn þroskist og byggi upp þekkingu í gegnum félagsleg samskipti og þekking verði til í samskiptum við fólk og gegnum menningu, þekking sé fólgin í athöfnum og atvinnu, leik, tækni, bókmenntum, listum og tungumáli. Þannig sé tungumálið verkfæri hugsunar og geri einstaklingnum kleift að túlka heiminn en tungumálið er líka ferli hugsunar. Þetta er kallað félagsleg hugsmíðahyggja.
Vygotskíj fjallaði um bilið milli þess sem einstaklingurinn getur gert einn og þess sem hann getur gert með aðstoð fullorðins eða félaga sem leiðir hann áfram. Þetta bil hefur verið kallað ZPD þroskasvæði eða svæði hins mögulega þroska.
Áhrifa frá hugmyndum Vygotskíjs gætir í sálfræði- og námskenningum svo sem athafnakenningu, kenningu um dreifða vitsmuni og lærlinga í hugsun, tungumálakennslu o.fl.
Ítarefni
breytaIntroduction
- An introduction to Vygotsky, ed. by Harry Daniels, 2nd edition, London [etc.] : Routledge, 2005
Major monographs about Vygotsky's Work
- Wertsch, J. V. (1985). Vygotsky and the Social Formation of Mind, Harvard University Press, Cambridge, Mass., and London.
- Kozulin, A. (1990). Vygotsky's Psychology: A Biography of Ideas. Cambridge, MA: Harvard University Press.
- Van der Veer, R., & Valsiner, J. (1991). Understanding Vygotsky. A quest for synthesis. Oxford: Basil Blackwell.
- Newman, F. & Holzman, L. (1993). Lev Vygotsky: Revolutionary scientist. London: Routledge.
- Van der Veer, R., & Valsiner, J. (Eds.) (1994). The Vygotsky Reader. Oxford: Blackwell.
- Vygodskaya, G. L., & Lifanova, T. M. (1996/1999). Lev Semenovich Vygotsky, Journal of Russian and East European Psychology, Part 1, 37 (2), 3-90; Part 2, 37 (3), 3-90; Part 3, 37 (4), 3-93, Part 4, 37 (5), 3-99.
- Veresov, N. N. (1999). Undiscovered Vygotsky: Etudes on the pre-history of cultural-historical psychology. New York: Peter Lang.
Ritverk Vygotskíj fá Netinu
breytaÁ ensku
- Lev Vygotsky archive @ marxists.org: all major works (in English)
Á rússnesku
- Психология искусства Geymt 9 mars 2012 í Wayback Machine (1922)
- Сознание как проблема психологии поведения (1924/5)
- Исторический смысл психологического кризиса (1927)
- Проблема культурного развития ребенка (1928)
- Орудие и знак в развитии ребенка (1930)
- История развития высших психических функций (1931)
- Лекции по психологии (1. Восприятие; 2. Память; 3. Мышление; 4. Эмоции; 5. Воображение; 6. Проблема воли) (1932)
- Проблема развития и распада высших психических функций (1934)
- Мышление и речь (idem, idem Geymt 5 janúar 2007 í Wayback Machine, idem) (1934)
- Конкретная психология человека
Tenglar
breyta- Beiting kenninga Vygotskys í skólastarfi (nemendaverkefni) Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine
- Vygotsky Resources Archive of resource links.
- The Vygotsky Project Geymt 5 desember 2006 í Wayback Machine Summaries of, and links to, Vygotsky articles.
- Vygotsky Centennial Project Geymt 3 febrúar 2007 í Wayback Machine Collected articles exploring Vygotsky's work.
- The Mozart of Psychology Geymt 13 mars 2012 í Wayback Machine Vygotsky article with extensive references.
- Dorothy "Dot" Robbins Geymt 19 maí 2007 í Wayback Machine Vygotsky memorial site with many papers and resources.
- East Side Institute Geymt 29 maí 2007 í Wayback Machine Vygotsky-inspired research and training center in NYC.