Lárentíusarkirkjan í Nürnberg

Lárentíusarkirkjan í Nürnberg er hæsta kirkja borgarinnar Nürnberg í Þýskalandi og var reist á 13. öld.

Lárentíusarkirkjan

Saga Lárentíusarkirkjunnar

breyta

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær kirkjan var reist. Talið er að framkvæmdir hafi verið komnar í gang um 1250. Á reitnum var eldri kirkja og voru múrverk hennar að hluta notaðar í nýju kirkjuna. Hún var vígð 1390 og helguð heilögum Lárentíusi, sem var píslarvottur á tíma Rómaveldis. Lengd kirkjunnar er 91 metri, en hæðin er 81 metri. Hins vegar stóð kirkjan ávallt í skugganum af nágrannakirkjunni, Sebaldskirkjunni, sem skartaði jarðneskar leifar af heilögum Sebaldi. Lárentíusarkirkjan var meðal allra fyrstu kirkna í Þýskalandi til að breytast í lúterska kirkju, 1525. Henni var því hlíft við skemmdir er múgur ruddist inn í flestar kaþólskar kirkjur á siðaskiptatímanum til að eyðileggja myndir og brjóta listaverk. Kirkjan skemmdist hins vegar talsvert í loftárásum seinna stríðsins og einnig í götubardögum í stríðslok. Hún var gerð upp 1949.

 
Engilskveðjan

Listaverk

breyta

Lárentíusarkirkjan var upphaflega skreytt með mörgum listaverkum. Sum þeirra voru hins vegar fengin að láni úr öðrum kirkjum. Eitt mesta listaverk kirkjunnar er höggmyndin Engilskveðjan (Englischer Gruss), sem hangir niður úr kirkjuþakinu. Hér er um hring að ræða með tveimur fígúrum úr viði. Það er eru María mey og erkiengillinn Gabríel. Efst trónir himnafaðirinn. Á hringnum eru svo sjö lítil, hringlaga málverk af atvikum úr ævi Maríu. Verkið var gert af þýska myndhöggvaranum Veit Stoss 1517-18. Árið 1817 slitnaði strengurinn sem hélt verkinu uppi og skall það í gólfið. Það margbrotnaði og tók það langan tíma að gera við skemmdirnar. Nokkuð er af freskum í kirkjunni en einnig ýmsir gamlir munir. Klukkurnar eru samtals 16 og eru því næststærsta klukknaverkið í lúterskri kirkju í Þýskalandi. Orgel kirkjunnar eru þrjú, með samtals 12 þús pípum.

Heimildir

breyta