Lára Hanna Einarsdóttir

Lára Hanna Einarsdóttir (fædd 1. desember 1955) er þjóðþekktur bloggari og samfélagsrýnir. Hún starfar sem þýðandi, aðallega hjá Stöð 2 þar sem hún hefur starfað frá árinu 1987.

Ferill breyta

Bloggarinn Lára breyta

Lára Hanna byrjaði að blogga árið 2007, þá vegna baráttu gegn Hellisheiðarvirkjun þar sem hún birti viðtöl við sérfræðinga og annað fólk sem sagði frá þeim skaða sem virkjunin hefði á náttúruna á svæðinu. Í mars árið 2008 byrjaði hún að taka upp efni úr sjónvarpsþáttum og fréttum s.s. fréttir á RÚV og Stöð 2, Silfur Egils, Kastljós og Ísland í dag. [1]

„Þetta bar árangur, ég notaði pennann, ég hlekkjaði mig ekki við vinnuvélar“ sagði Lára Hanna í Silfri Egils 2. nóvember 2008.[2]

Ástæða þess að hún tók upp þetta efni var til að safna í gagnagrunn sem hægt væri að nota síðar til að rifja upp hvað stjórnmálafólk sagði og hvernig þau væri stundum í mótsögn við sjálft sig. Helgi Seljan fjölmiðlamaður lét hafa eftir sér um Láru Hönnu:

„Í mínum huga er Lára Hanna fyrst og fermst kraftmikill samfélagsrýnir og fjölmiðlamaður. Hún er betri en flest okkar í að finna, safna og setja í samhengi upplýsingar. Það sem hún gerir er mjög lofsvert þó svo að einhverjir fyrirlíta að það sem þeir segja og gera sé til í gagnagrunni. „[1]

Lára Hanna og Búsáhaldabyltingin breyta

Lára Hanna kom einnig að Búsáhaldabyltingunni en þar var hún ásamt Ragnheiði Gestsdóttur rithöfundi helstu ráðgjafar Harðar Torfasonar stofnanda, hugmyndasmiðs, framkvæmdaraðila og talsmanns Radda fólksins árið 2008 í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi. En hann kallaði þær „vinstra og hægra eyrað sitt“. [3] Hörður þakkaði henni og fleirum síðar á blogginu sínu þar sem hann rifjar upp að fimm ár voru frá mótmælunum. [4]

Aðspurð í Silfri Egils um af hverju hún hefði verið að mótmæla sagðist hún hafa tekið þátt í mótmælunum sem hluti af almenningi og væri að mótmæla ýmsu. Í hennar augum skipti það ekki máli hver væri að skipuleggja mótmælin eða hverjir töluðu. Hún væri að mótmæla því sem væri að gerast í stjórnkerfinu og stjórn Seðlabankans sem væru búin að eiga gríðarlegan þátt í því koma okkur á þá vonarvöl sem við værum á og að þeir sátu áfram eins og ekkert hafi í skorist og þiggðu laun af skattpeningum þjóðarinnar. Einnig sagði hún að það væri kominn tími til að það verði alvöru lýðræði á Íslandi og það yrði hlustað á raddir þjóðarinnar. [2]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 http://grapevine.is/mag/interview/2015/09/01/for-the-sake-of-memory-an-interview-with-arch-archivist-lara-hanna-einarsdottir/
  2. 2,0 2,1 https://www.youtube.com/watch?v=2DbNkigGPuM
  3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=384109&pageId=6449168&lang=is&q=M%D3TM%C6LENDUR%20%CD%20H%C1R%20SAMAN
  4. http://www.hordurtorfa.com/frettir/today_exactly_five_years_ago_oct11_2008