Estrógen

(Endurbeint frá Kvenhormón)

Estrógen, östrógen eða brímahormón (einnig kallað kvenhormón) eru hópur kynhormóna sem finnast hjá báðum kynjum en mun meir í kvendýrum. Þau koma að skipulagi tíðahrings/gangferil, meðgöngu og fósturþroska. Þá hafa þau áhrif á kynhvöt og á þroska t.d. brjósta.

Estradíól

Estrógen myndast aðallega í eggjastokkum en einnig í nýrnahettum og legköku. Þá myndast sum þeirra t.d. í brjóstum og nýrum.

Þrjú algengustu estrógeninu eru estradíól, estríól og estron. Líkaminn framleiðir þau með því að umbreyta andrógenum með hjálp ensíma. Estradíól er framleitt úr testósteróni en estrón úr andróstendíoni. Estron hefur veikari áhrif en estradíól og fyrirfinnst í meira magni, en hið síðarnefnda, hjá konum á breytingaskeiðinu.

Estrógen í lyfjum

breyta

Eins og áður hefur komið fram stjórnar estrógen tíðahring kvenna og því innihalda margar getnaðarvarnarpillur breyttu estrógeni. Kemur það til vegna þess að helmingurnartími hormónsins er mjög stuttur og erfitt er að fá tak í nægilegt magn til að hægt væri að fjöldaframleiða getnaðarvarnarpillur með því.