Kvekaraaskur (fræðiheiti: Fraxinus pennsylvanica[2]) er tegund af aski sem vex í suðurhluta Kanada og austurhluta Bandaríkjanna, frá Nova Scotia vestur til suðaustur Alberta, og suður til norður Oklahóma og vestur Flórída og suðvestur Texas.[3] Var áður algengur en hefur á síðari árum fækkað mjög vegna sníkjudýrsins Agrilus planipennis.

Kvekaraaskur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Smjörviðarætt (Oleaceae)
Ættkvísl: Eskiættkvísl (Fraxinus)
Geiri: Fraxinus sect. Melioides
Tegund:
F. pennsylvanica

Tvínefni
Fraxinus pennsylvanica
Marshall
Útbreiðslusvæði
Útbreiðslusvæði
Samheiti
Samheiti
Nærmynd af grein. D-laga blaðörin eru nýtileg til að greina á milli kvekaraasks og hvítasks (F. americana, sem er meira C laga).[4]

Lýsing

breyta

Kvekaraaskur er meðalstórt tré, um 25 m hátt, einstaka sinnum að 45m. Börkurinn er dökkgrár , þykkur sprunginn með aldri. Vetrarbrum eru rauðbrún með mjúkri áferð. Blöðin eru gagnstæð og samsett með oftast 7-9 smáblöðum. Blómin koma að vori, rétt á undan blöðunum, í gisinni blómskipan, þau eru lítt áberandi og án krónublaða, enda vindfrjóvguð. Hvert tré er einkynja, annað hvort karl eða kvenkyns. Fræin eru 2,5-7,5 cm löng með væng. Hann líkist mjög hvítaski sem er frá sömu slóðum.

Á Íslandi

breyta

Þessi tegund hefur lítið verið reynd hérlendis.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. Westwood, M.; Oldfield, S.; Jerome, D.; Romero-Severson, J. (2017). Fraxinus pennsylvanica. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2017: e.T61918934A61919002. doi:10.2305/IUCN.UK.2017-2.RLTS.T61918934A61919002.en. Sótt 12. nóvember 2021.
  2. Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2019). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2019 Annual Checklist“. Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X. TaxonID: 43292100. Sótt 11. nóvember 2019.
  3. „Fraxinus pennsylvanica Marshall | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 18. febrúar 2021.
  4. „Fraxinus comparison chart“. Uwgb.edu. Sótt 11. nóvember 2018.
  5. Kvekaraaskur Geymt 23 nóvember 2022 í Wayback Machine - Lystigarður Akureyrar
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.