Kulturformidlingen Norrøne Tekster og Kvad
Kulturformidlingen norrøne tekster og kvad er norskt sjálfseignarfyrirtæki i eigu íslendingsins Jon Julius Sandal. Tilgangur fyrtækisins er m. a. að miðla norrænum fornbókmenntum á veraldarvefnum gegnum samstarfsverkefnið norrøne tekster og kvad. Verkefnið geymir að mestu heimildir á stafréttri norrænu en að auki ýmsar þýðingar á nútíma norðurlandamálum og aðrar heimildir og ýtarefni. Meðal efnis eru m. a. Eddukvæði, Snorra-Edda, Dróttkvæði, Fornaldarsögur Norðurlanda, Konungasögur og Íslendingasögur.
Grunnur að verkefninu var lagður 1997 en verkefnið norrøne tekster og kvad opnaði fyrir almenning á slóðinni heimskringla.no 1. ágúst 2005. Kulturformidlingen norrøne tekster og kvad er skráð sem sjálfseignarfyrirtæki í norsku fyrirtækjaskránni.