Krk
Krk (ítalska: Veglia, þýska: Vegl, latína: Curicta, gríska: Kyrikon, Κύρικον) er eyja við Adríahafsströnd Króatíu og er stærsta eyja landsins ásamt eyjunni Cres sem er jafn stór, þ.e. 405.78 km2. Íbúar eru 19.383 (2011). Flestir búa í bæ samnefndum eyjunni eða um 6000 manns. Hæsti punktur Krk er 568 metrar.
Krk er tengd meginlandi Króatíu með 1,4 kílómetra brú. Eyjan er vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Krk.