Cres (ítalska: Cherso, þýska: Kersch, latína: Crepsa, gríska: Χέρσος, Chersos) er eyja við Adríahafsströnd Króatíu og er stærsta eyja landsins ásamt eyjunni Krk en báða eru þær 405.78 km2. Íbúar eru rúmir 3000 (2011). Hæsti punktur er 639 metrar.

Lega Cres.
Höfnin í bænum Cres.
Hryggur á hæsta hluta Cres.
Ferja við bæinn Porozina.

Cres hefur verið undir yfirráðum ýmissa þjóða og ríkja: Forgrikkja, Vestrómverska ríkisins, Feneyjinga, Frakka og Ítala. Árið 1947 urðu króatísku eyjarnar undir stjórn Júgóslavíu eftir að Ítalar létu þær af hendi.

Vrana-vatn sér smábæjum á eyjunni fyrir ferskvatni en bannað er að synda í vatninu. Ferja fer til Cres frá borginni Rijeka, frá eyjunni Krk eða frá Istríuskaga. Ferðamennska er mikilvæg atvinnugrein á Cres.

Heimild

breyta

Tenglar

breyta

Listi yfir eyjar í Króatíu