Kristján Guy Burgess

Íslenskur alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra

Kristján Guy Burgess (fæddur 31. mars 1973) er íslenskur alþjóðastjórnmálafræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra.

Kristján Guy gekk í Menntaskólann í Reykjavík og nam svo sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur framhaldsmenntun í alþjóðastjórnmálum og alþjóðalögum. Kristján hefur starfað sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu og var um tíma fréttastjóri á DV. Hann varð aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Kristján er í sambúð með Rósu Björk Brynjólfsdóttur og eiga þau tvö börn saman.

TenglarBreyta