Kristján Danakrónprins
Kristján Danaprins skírður Christian Valdemar Henri John (fæddur í Kaupmannahöfn, 15. október 2005) er krónprins Danmerkur, sonur Friðriks 10. Danakonungs og Maríu Danadrottningar.
Prinsinn var skírður þann 21. janúar 2006 í kirkju Kristjánsborgarhallar. Hann á átta guðforeldra; Hákon og Mette-Marit af Noregi, Viktoríu, krónprinsessu Svía, Jóakim Danaprins (bróður Friðriks), Pál, krónprins Grikklands (að nafninu til), Jane Stephens (elstu systur Maríu) og tvo vini Maríu og Friðriks. Hann á þrjú systkini Ísabellu, Vincent og Jósefínu.
Tenglar
breytaKristján Danaprins (danska) Geymt 13 febrúar 2008 í Wayback Machine
Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.