Viktoría krónprinsessa

(Endurbeint frá Viktoría Svíaprinsessa)


Viktoría (Victoria Ingrid Alice Desirée), hertogaynja af Vestur-Gautlandi (f. 14. júlí 1977) er krónprinsessa Svíþjóðar, dóttir Karls 16. Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar.

Viktoría krónprinsessa
Viktoría krónprinsessa
Viktoría krónprinsessa
Fædd
Victoria Ingrid Alice Désirée

14. júlí 1977 (1977-07-14) (47 ára)
MakiDaníel Westling
BörnEstella prinsessa
Óskar prins
ForeldrarKarl 16. Gústaf
Silvía Svíadrottning
Undirskrift

Þegar hún fæddist voru lög um ríkiserfðir með þeim hætti í Svíþjóð að synir gengu fyrir dætrum, óháð aldri, og því varð bróðir hennar, Karl Filippus, krónprins við fæðingu 1979. Þann 1. janúar 1980 var lögunum breytt þannig að elsta barn erfir ríkið, óháð kyni, og varð Viktoría þá krónprinsessa.

Viktoría giftist Daniel Westling 19. júní 2010 eftir langt tilhugalíf en þau kynntust þegar hann var einkaþjálfari hennar. Hann hlaut við giftinguna titilinn Daníel prins og var gerður hertogi af Vestur-Gautlandi. Þau eiga tvö börn Estellu (f. 2012) og Óskar (f. 2016).