Jósefína Danaprinsessa


Jósefína Danaprinsessa skírð Josephine Sophia Ivalo Mathilda fæddist þann 8. janúar 2011 í Kaupmannahöfn. Hún er fjórða og yngsta barn Friðriks 10. Danakonungs og Maríu Danadrottningar en systkini hennar eru Kristján krónprins, Ísabella prinsessa og tvíbura bróðir hennar Vincent prins.

Jósefína Danaprinsessa ásamt foreldrum sínum

Prinsessan var skírð ásamt tvíburabróður sínum, 14. apríl 2011, í kapellu í Holmen kirkjunni í Kaupmannahöfn. Guðforeldar hennar eru María prinsessa (eiginkona föðurbróður hennar Jóakims Danaprins), frænka hennar úr móðurætt, auk fjögurra annarra vina foreldra hennar. Jósefína var fyrsta barn dansks ríkisarfa síðan 1870 sem klæddist ekki hinum konunglega skírnarkjól við skírn þar sem bróðir hennar klæddist þeim skírnarkjól. Þess í stað klæddist hún skírnarkjól sem kom frá langömmu hennar Ingiríði Danadrottningu.


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.