Kristján Árnason
Kristján Árnason (fæddur 26. september 1934, dáinn 28. júlí 2018) var íslenskt skáld, þýðandi og dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Kristján er einna þekktastur fyrir þýðingar sínar, og þýddi t.d.Ummyndanir eftir Óvidíus, Ilminn eftir Patrick Süskind, Raunir Werthers unga eftir Goethe, Hinsta heim eftir Christoph Ransmayr og Felix Krull; játningar glæframanns eftir Thomas Mann
Foreldrar Kristjáns voru Árni Kristjánsson píanóleikari og tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og Anna Guðrún Steingrímsdóttir húsmóðir. Fyrri eiginkona Kristjáns var Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona en hún lést árið 1988. Þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Kristjáns var Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur sem lést árið 2014.
Kristján lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Hann lauk BA-próf í grísku og latínu frá Háskóla Íslands árið 1962 og nam heimspeki, bókmenntir og fornmál við háskóla í Þýskalandi og Sviss á árunum 1953-1958 og 1963-1965.
Hann starfaði m.a. sem kennari við Menntaskólann á Akureyri og Kennaraskóla Íslands á sjöunda áratugnum og Menntaskólanum að Laugarvatni frá 1967-1990. Frá 1973 var hann kennari við Háskóla Íslands.[1][2]
Árið 2010 hlaut Kristján Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvid.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Mbl.is, „Andlát: Kristján Árnason“ (skoðað 26. júní 2019)
- ↑ Ruv.is, „Kristján Árnason látinn“ (skoðað 26. júní 2019)
- ↑ Gljufrasteinn.is, „Kristján Árnason hlýtur Íslensku þýðingaverðlaunin“ (skoðað 26. júní 2019)