Konungsríkið Sikiley

Konungsríkið Sikiley var ríki sem stóð á Suður-Ítalíu frá 1130 til 1816. Ríkið var stofnað af Hróðgeiri 2. sem fékk konungstitil frá Anakletusi 2. mótpáfa. Það tók við af greifadæminu Sikiley sem varð til 1071 eftir innrásir Normanna í Suður-Ítalíu. Ríkið náði ekki aðeins yfir eyjuna heldur alla Suður-Ítalíu til 1282. Þá var gerð uppreisn gegn Anjou-ættinni sem var kölluð sikileysku aftansöngvarnir. Eftir það skiptist ríkið og Sikiley varð hluti af veldi konungs Aragóníu. Árið 1816 sameinaðist Konungsríkið Sikiley Konungsríkinu Napólí og til varð Konungsríki Sikileyjanna tveggja. Árið 1861 varð þetta ríki hluti af sameinaðri Ítalíu.

Konungsríkið Sikiley árið 1154
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.