Kommúnistaflokkur rússneska sambandsríkisins

Kommúnistaflokkur rússneska sambandsríkisins (rússneska: Коммунистическая Партия Российской Федерации; Kommúnístítsjeskaja Partíja Rossíjskoj Federatsíí; skammstafað KPRF) er rússneskur stjórnmálaflokkur.

Kommúnistaflokkur rússneska sambandsríkisins
Коммунистическая Партия Российской Федерации
Aðalritari Gennadíj Zjúganov
Stofnár 14. febrúar 1993; fyrir 32 árum (1993-02-14)
Höfuðstöðvar 16. byggingin, Ol'khovskaja Úlitsa, Moskvu, Rússlandi, 105066
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Kommúnismi, marx-lenínismi, rússnesk þjóðernishyggja, félagsleg íhaldsstefna
Einkennislitur Rauður  
Sæti á sambandsráðinu
Sæti á ríkisdúmunni
Vefsíða kprf.ru

Flokkurinn var stofnaður eftir að Kommúnistaflokkur rússneska sovétlýðveldisins var bannaður og gerir tilkall til arfleifðar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og Bolsévikanna. Flokkurinn telur sig þó rússneskan í eðli sínu og leggur áherslu á rússneska ættjarðarást og þjóðernishyggju auk marx-lenínisma, sem er opinber hugmyndafræði flokksins.

KPRF hefur frá stofnun sinni verið stærsti stjórnarandstöðuflokkur Rússlands. Gennadíj Zjúganov hefur verið leiðtogi flokksins frá því hann var stofnaður árið 1993. Í þingkosningum ársins 2021 hlaut flokkurinn 19% atkvæða og 57 sæti á rússnesku dúmunni.

Stjórnmálaleg hugmyndafræði

breyta

Helsta stefnumál KPRF er að leggja grunn að nýjum, nútímalegum sósíalisma í Rússlandi. Flokkurinn dásamar arfleifð Sovétríkjanna en hefur í seinni tíð dregið nokkuð úr fortíðarþrá sinni í viðleitni til að höfða meira til yngri Rússa.[1] Flokkurinn telur að rússneska þjóðin hneigist í eðli sínu til sósíalisma vegna anda sameignarstefnu sem sé Rússum eðlislægur.[2]

Flokkurinn vill þjóðnýta náttúruauðlindir, jarðeignir og þungaiðnað Rússlands og stofna til stuðningskerfa fyrir stórar fjölskyldur og fátæka. Þá vill Kommúnistaflokkurinn afnema flata skattlagningu sem er við lýði í Rússlandi og innleiða þrepaskatt. Flokkurinn hefur jafnframt lagt áherslu á að bæta heilsu- og menntakerfið í Rússlandi.

Ólíkt kommúnistaflokkum í mörgum öðrum ríkjum er Kommúnistaflokkur rússneska sambandsríkisins íhaldssamur í samfélagsmálum. Flokkurinn er meðal annars gagnrýninn á hinsegin fólk og studdi árið 2013 ásamt öðrum stjórnmálaflokkum lög sem bönnuðu „áróður samkynhneigðra.“[3] Þrátt fyrir að sovéski kommúnistaflokkurinn hafi verið fylgjandi opinberu trúleysi hefur KPRF jákvæða sýn á rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna. KPRF aðhyllist jafnframt rússneska þjóðernishyggju, sem gerir hann nokkuð frábrugðinn vestur-evrópskum kommúnistaflokkum, sem flestir eru alþjóðasinnaðir.

Í utanríkismálum er Kommúnistaflokkurinn afar gagnrýninn á Bandaríkin og hefur kallað eftir því að Rússar verji meira fé til hernaðarmála til að verjast ágangi Bandaríkjamanna. Flokkurinn var meðal þeirra sem hvöttu til þess að Rússar viðurkenndu sjálfstæði Alþýðulýðveldanna Donetsk og Lúhansk, sem klufu sig frá Úkraínu árið 2014. Þetta var loks gert árið 2022 í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu.

Gengi í kosningum

breyta

Forsetakosningar

breyta

Í öllum forsetakosningum sem haldnar hafa verið í Rússneska sambandsríkinu hefur frambjóðandi Kommúnistaflokksins lent í öðru sæti. Árið 2012 héldu nokkrir stjórnmálamenn úr stjórnarandstöðunni, þar á meðal Borís Nemtsov, því fram að Dmítríj Medvedev hefði viðurkennt fyrir þeim að Zjúganov hefði unnið forsetakosningarnar 1996 ef ekki hefði verið fyrir kosningasvindl í þágu Borísar Jeltsín.[4][5][6] Samkvæmt opinberum talningum hlaut Zjúganov 17,18% atkvæða í forsetakosningunum 2012 en sjálfstæðir eftirlitsmenn sögðu kosningasvindl í þágu Vladímírs Pútín hafa verið útbreitt.[7][8] Zjúganov kallaði kosninguna „kosningu þjófa og fullkomlega óheiðarlega og óverðuga“.[9]

Kosningar Frambjóðandi Fyrri umferð Seinni umferð Niðurstaða
Atkvæði % Atkvæði %
1991 Níkolaj Ryzhkov 13.359.335 17,22 Tapaði
1996 Gennadíj Zjúganov 24.211.686 32,03 30.102.288 40,31 Tapaði
2000 21.928.468 29,21 Tapaði
2004 Níkolaj Kharítonov 9.513.313 13,69 Tapaði
2008 Gennadíj Zjúganov 13.243.550 17,72 Tapaði
2012 12.318.353 17,18 Tapaði
2018 Pavel Grúdínín 8.659.206 11,77 Tapaði
2024 Níkolaj Kharítonov 3.768.470 4,37 Tapaði

Þingkosningar

breyta
Kosningar Leiðtogi Atkvæði % Þingsæti +/– Sæti Stjórnarþátttaka
1993 Gennadíj Zjúganov 6.666.402 12,40
42 / 450
3. Stjórnarandstaða
1995 15.432.963 22,30
157 / 450
  115   1. Stjórnarandstaða (1995–1998)
Stjórnarsamstarf (1998–1999)
Stjórnarandstaða (1999)
1999 16.196.024 24,29
113 / 450
  44   1. Stjórnarandstaða
2003 7.647.820 12,61
51 / 450
  62   2. Stjórnarandstaða
2007 8.046.886 11,57
57 / 450
  6   2. Stjórnarandstaða
2011 12.599.507 19,19
92 / 450
  35   2. Stjórnarandstaða
2016 7.019.752 13,34
42 / 450
  50   2. Stjórnarandstaða
2021 10.660.599 18,93
57 / 450
  15   2. Stjórnarandstaða

Tilvísanir

breyta
  1. „Dette er kandidatene i Russland“. NRK. 1. mars 2012. Sótt 4. mars 2021.
  2. Jørn Holm-Hansen (9. október 2020). „KPRF - Den russiske føderasjons kommunistparti“ (norska). Store norske leksikon. Sótt 4. mars 2021.
  3. „В КПРФ предложили арестовывать совершивших каминг-аут гомосексуалистов Подробнее на РБК:“ (rússneska). RBK. 23. október 2015. Sótt 4. mars 2021.
  4. „Nieuws“. PVDA. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. desember 2013. Sótt 6 ágúst 2012.
  5. „Russia: Did Yeltsin Steal the 1996 Presidential Vote?“. Time. 24 febrúar 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 24 febrúar 2012.
  6. „How The West Helped Invent Russia's Election Fraud: OSCE Whistleblower Exposes 1996 Whitewash – By Alexander Zaitchik and Mark Ames – The eXiled“. exiledonline.com.
  7. „Fraude bij verkiezing Rusland“. BNR Nieuwsradio. Afrit af upprunalegu geymt þann 14 apríl 2012. Sótt 6 ágúst 2012.
  8. „Fraudeberichten uit Rusland“. nos.nl. 4. mars 2012.
  9. „Oppositie noemt stembusgang oneerlijk“. De Standaard. 4. mars 2012.
   Þessi Rússlandsgrein sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.