Sameignarstefna (enska collectivism) er sú hugmynd að framleiðslutæki og annað sem skapar verðmæti og nauðsynjar (t.d. land, verksmiðjur, verkfæri, húsnæði) eigi að vera í almannaeigu og sé nýtt á grundvelli jafnræðis. Samfélagið í heild sér um daglegan rekstur þess með því að skipuleggja nýtingu sameigna á grundvelli sameiginlegrar ákvarðanatöku og jafnrar ábyrgðar.

Sameignarstefnan hefur verið útfærð með aðalega tvennu móti, annarsvegar af stjórnleysingjum og hins vegar kommúnistum. Í kommúnisma hefur hugmyndin verið sú að afrakstri framleiðslutækjanna sé dreift til almennings eftir þörfum hanns. Hins vegar hefur sú hugmynd verið við lýði meðal stjórnleysingja að dreifing afrakstursins ætti að fara eftir framlagi hvers og eins.

Hugmyndin er sú að grundvöllurinn í sameignarsamfélagi sé félagslegur ávinningur, ekki fjárhagslegur hagnaður. Stjórnleysingjar telja auk þess að sameignarstefnu sé ekki hægt að þvinga upp á fólk heldur verði viljinn til hennar að koma frá því sjálfu á meðan kommúnistar gera almennt ráð fyrir því að sameignarstefnan eigi að gilda sjálfkrafa fyrir alla í hverju þjóðfélagi og eiga við um alla framleiðslu óháð vilja hvers einstaklings.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.