Kluane-þjóðgarðurinn og verndarsvæði

Kluane-þjóðgarðurinn og verndarsvæði (enska: Kluane National Park and Reserve, franska: Parc national et réserve de parc national de Kluane) eru tvær samliggjandi einingar í þjóðgarðsskipulagi Kanada sem liggja í suðvestur-Júkon. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1972 og spannar rúmlega 22.000 ferkílómetra.

Jökull.
Vatn og skógur.

Mount Logan og Mount Saint Elias, tvö hæstu fjöll Kanada liggja innan þjóðgarðasvæðisins. Fjöll og jöklar eru áberandi þáttur í landslaginu og telja um 83% af þekjunni. Þess fyrir utan eru skógar og ár í lægri hæðum. Úlfur, hreindýr, elgur og fleiri spendýr má finna þar.

Frumbyggjar mega veiða sér til matar á þjóðgarðasvæðinu.

Tengill

breyta

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Kluane National Park and Reserve“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. mars 2018.