Mount Saint Elias er annað hæsta fjall, bæði Kanada og Bandaríkjanna; 5489 metrar yfir sjávarmáli. Það liggur í samnefndum fjallgarði á landamærum Alaska og Júkon og er 40 kílómetrum suðvestur af Mount Logan, hæsta fjalli Kanada. Þjóðgarðar eru ennfremur sitt hvorum megin við fjallið.

Saint Elias-fjall.
Mynd tekin af lofti.

Saint Elias-fjall var fyrst klifið af Ítala árið 1897; prins Luigi Amadeo di Savoia. Fyrsta veturganga á toppinn var árið 1996. Fjallið þykir erfitt til klifurs.

Tenglar

breyta

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Mount Saint Elias“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. mars 2018.