Kletus (eða Anakletus jafnvel Anenkletus) var þriðji páfi kaþólsku kirkjunnar frá árinu 76 til 88 samkvæmt opinberum lista kirkjunnar.

Anakletus páfi

Kletus er viðtekin stytting á Anakletus en í rauninni er ekki vitað hvort þetta hafi verið tveir menn eða einn. Sumar heimildir segja að þetta hafi verið einn og sami maðurinn en aðrar álíka traustar heimildir segja að þetta séu ólíkir menn. Þessi deila hefur verið mikið bitbein meðal sagnfræðinga og í raun engin leið að leysa úr henni.

Nafn hans er grískt og þýðir „sá sem hefur verið kallaður aftur“ til þjónustu. Hann var rómverskur ríkisborgari og er talið að hann hafi verið páfi í tólf ár þó erfitt sé að tímasetja það nákvæmlega. Samkvæmt þjóðsögunum á hann að hafa verið píslarvottur eins og margir frumkristnir menn.

Sagan segir að það hafi verið hann sem skipti Róm niður í 25 sóknir en annars er lítið vitað um gjörðir hans á páfastól. Líkamsleifar hans hvíla í kirkju heilags Línusar í Vatíkaninu.

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Pope Anacletus“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. apríl 2007.
  • „Pope St. Anacletus“. Sótt 15. apríl 2007.