Ewan MacColl
James Henry Miller (25. janúar 1915 – 22. október 1989), betur þekktur undir sviðsnafninu Ewan MacColl, var enskur þjóðlagasöngvari, lagahöfundur, leikari, kommúnisti og aðgerðasinni. Meðal þekktustu laga hans eru „Dirty Old Town“ og „Shoals of Herring“. Hann giftist þrisvar; fyrst leikstjóranum Joan Littlewood, síðan Jean Newlove og síðast bandarísku þjóðlagasöngkonunni Peggy Seeger sem var þá miklu yngri en hann. Söngkonan Kirsty MacColl var dóttir hans og Jean Newlove.