Kim Manners
Kim Manners (13. janúar 1951 – 25. janúar 2009) var bandarískur sjónvarspframleiðandi, leikstjóri og barnaleikari best þekktur fyrir vinnu sína við The X-Files og Supernatural.
Kim Manners | |
---|---|
Fæddur | Kim Manners 13. janúar 1951 |
Dáinn | 25. janúar 2009 (58 ara) Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum |
Ár virkur | 1978 - 2009 |
Fjölskylda
breytaKim Manners var fæddur 13. janúar 1951. Manners ólst upp í skemmtanaiðnaðinum. Faðir hans, Sam Manners, vann við The Wild Wild West og Route 66.[1] Manners var barnaleikari. Fyrsta hlutverk hans var þegar hann var þriggja ára í Chevrolet-auglýsingu. Hann fylgdist oft með og hjálpaði oft föður sínum og einnig William Beaudine, Sr., leikstjóra Rin Tin Tin, sem Manners kallaði „Gramps.“ En það var hann sem hvatti Manners til þess að verða leikstjóri.[2] Manners á bróður, Kelly A. Manners, sem hefur starfað við meðal annars Angel, Buffy the Vampire Slayer og Dollhouse[3] og systur, Tana, sem er sjónvarps leikstjóri.[4]
Ferill
breytaManners byrjaði leikstjóraferil sinn árið 1978 þegar hann leikstýrði þætti af Charlie's Angels. Áður þá vann hann sem framleiðslustjóri (unit production manager) við þáttinn og sem aðstoðarleikstjóri, ásamt öðrum verkefnum.[2][5] Önnur leikstjóraverkefni sem hann hefur gert eru meðal annars 21 Jump Street, Mission: Impossible, Star Trek: The Next Generation, Baywatch, The Adventures of Brisco County, Jr. og The Commish.[5]
Manners varð einn af framleiðendum og leikstjórum The X-Files í annarri þáttaröð eftir ráðleggingu frá Rob Bowman, sem hafði unnið við fyrstu þáttaröð þáttarins og James Wong og Glen Morgan, sem voru handritshöfundar við þáttinn og unnið með Manners við 21 Jump Street.[2] Hann ásamt meðframleiðendum við The X-Files, var tilnefndur fyrir fjögur Emmy verðlaun fyrir bestu dramaþætti 1995, 1996, 1997 og 1998.[5] Manners kom fyrir í X-Files þættinum „Jose Chung's From Outer Space“ þar sem lögreglufulltrúi var nefndur eftir honum.
Eftir að The X-Files lauk árið 2002 leikstýrði Manners nokkrum smáverkefnum áður en hann byrjaði að vinna við Supernatural árið 2005.[5] Hann var mikilvægur liður í þættinum næstu fjórar þáttaraðir. Eftir að hafa leikstýrt fyrsta þætti fjórðu þáttaraðar komst hann að því að hann hafði lungnakrabbamein. Hann lést í Los Angeles í Kaliforníu þann 25. janúar 2009.[6][7]
Þann 12. mars 2009 var 15. þáttur í fjórðu þáttaröð af Supernatural, „Death Takes a Holiday“ sýndur í Bandaríkjunum. Í lok þáttarins voru sýndar tvær myndir af Manners, undir þeim stóð að öll þessi þáttaröð væri tileinkuð honum, þátturinn endaði með „Við söknum þín, Kim.“ Þáttur númer 205 af Breaking Bad (sem var sýndur 5. apríl 2009) var einnig tileinkaður Manners.
Sjónvarpsþættir
breytaSjónvarpsþættir | |||||
---|---|---|---|---|---|
Ár | Titill | Skráður sem | Athugasemd | ||
Leikstjóri | Aðstoðaleikstjóri | Framleiðandi | |||
1971 | Valdez is Coming | já | |||
1974 | Locusts | já | |||
1977-1981 | Charlie´s Angels | já | já | Aðstoðarleikstjóri: 3 þættir Leikstjóri: 8 þættir | |
1981 | The Pride of Jesse Hallam | já | Sjónvarpsmynd | ||
1981 | Hart to Hart | já | Þáttur: Rhinestone Harts | ||
1982 | Matt Houston | já | |||
1983 | Hardcastle and McCormick | já | |||
1984 | Riptide | já | |||
1983-1984 | Automan | já | 4 þættir | ||
1984 | Finder of Lost Loves | já | |||
1985 | Street Hawk | já | |||
1984-1986 | Simon & Simon | já | |||
1985 | Sledge Hammer | já | Þáttur: If I Had a Little Hammer | ||
1986-1987 | Hunter | já | 2 þættir | ||
1986-1987 | Stingray | já | 2 þættir | ||
1987 | Wiseguy | já | Sjónvarpssería | ||
1987 | J.J. Starbuck | já | Sjónvarpssería | ||
1988 | Star Trek: The Next Generation | já | já | Þáttur: When the Bough Breaks | |
1988 | Mission: Impossible | já | 2 þættir | ||
1988 | Paradise | já | Þáttur: Childhood´s End | ||
1987-1989 | 21 Jump Street | já | 10 þættir | ||
1989 | Baywatch | já | 2 þættir | ||
1990 | Booker | já | Þáttur: Booker and Chick | ||
1990 | Broken Badges | já | Þáttur: Chucky | ||
1991 | The 100 Lives of Black Jack Savage | já | Sjónvarpsmynd | ||
1991 | Disney Presents The 100 Lives of Black Jack Savage | já | Sjónvarpssería | ||
1991 | K-9000 | já | Sjónvarpsmynd | ||
1993 | The Hat Squad | já | Þáttur: Dead Man Walking | ||
1993-1994 | The Adventures of Brisco County Jr. | já | 7 þættir | ||
1994 | Greyhounds | já | Sjónvarpsmynd | ||
1994 | M.A.N.T.I.S. | já | Sjónvarpssería | ||
???? | Fortune Hunter | já | Þáttur: The Cursed Dagger | ||
2000 | Hars Realm | já | Þáttur: Reunion | ||
1995-2002 | The X-Files | já | já | Leikstjóri: 52 þættir Framleiðandi: 97 þættir | |
2003 | Alaska | já | Sjónvarpsmynd | ||
2005 | Empire | já | Sjónvarpssería | ||
2005 | Over There | já | Þáttur: Situation Normal | ||
2008 | The X-Files: Revelation | já | já | Video | |
2005-2009 | Supernatural | já | já | Leikstjóri: 16 þættir Framleiðandi: 60 þættir | |
1996 | The X-Files: The Unopened File | já | Video |
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ IMDB Profile: Sam Manners. Skoðað 23. mars 2007.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Hurwitz, Matt (mars 2002). „Directing the X-Files“. DGA Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. mars 2010. Sótt 23. mars 2007.
- ↑ IMDB Profile: Kelly A. Manners. Skoðað 23. mars 2007.
- ↑ IMDB Profile: Tana M. Manners. Skoðað 23. mars 2007.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 5,3 IMDB Profile: Kim Manners. Skoðað 23. mars 2007.
- ↑ „Zap2it“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. janúar 2009. Sótt 29. september 2009.
- ↑ „TV guide“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2011. Sótt 29. september 2009.
Heimildir
breyta- Grein af ensku Wikipediu en:Kim_Manners. Sótt 29.09.2009.
Tenglar
breyta- Supernatural Wiki grein um Kim.