Ketill Jensson og Guðrún Á. Símonar ásamt Þjóðleikhúskórnum
Ketill, Guðrún og Þjóðleikhúskórinn er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1955. Á henni syngja Ketill Jensson og Guðrún Á. Símonar hvort sitt lagið úr óperunni Cavaleria Rusticana eftir Mascagni. Victor Urbancic stjórnar Þjóðleikhúskórnum og píanóleikari er Ragnar Björnsson. Ketill syngur Drykkjuvísu og Guðrún syngur Lofið Drottinn. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Ketill, Guðrún og Þjóðleikhúskórinn | |
---|---|
IM 98 | |
Flytjandi | Ketill Jensson, Guðrún Á. Símomar, Þjóðleikhúskórinn, Victor Urbancic, Ragnar Björnsson |
Gefin út | 1955 |
Stefna | Óperutónlist |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |