Scream (ísl. Öskur) er bandarísk hrollvekjumynd frá árinu 1996 samin af Kevin Williamson og leikstýrð af Wes Craven. Með aðalhlutverkin fara David Arquette, Neve Campbell, Courtney Cox og Jamie Kennedy ásamt fleirum leikurum. Myndin var gífurlega vinsæl og fjöldin af hermimyndum fylgdu í kjölfarið og grínmyndin Scary Movie frá 2000 var aðallega að gera grín að Scream-myndunum.

Öskrið
Scream
LeikstjóriWes Craven
HandritshöfundurKevin Williamson
FramleiðandiCathy Konrad
Cary Woods
LeikararDavid Arquette
Neve Campbell
Courteney Cox
Matthew Lillard
Rose McGowan
Skeet Ulrich
Drew Barrymore
FrumsýningFáni Bandaríkjana 20.desember, 1996
Fáni Íslands ?, 1996
Lengd111 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkMPAA: Rated R for sci-fi violence and brief language. R
16
Ráðstöfunarfé$15,000,000
FramhaldScream 2
Scream 3
Scream 4

Söguþráður breyta

Myndin byrjar á því að miðskólastelpan Casey Becker og kærastinn hennar Steve Orth eru myrt af grímuklæddum morðingja (Ghostface) sem hafði hringt í Casey, spurt hana spurningar um hrollvekjumyndir og hótað henni síðan lífláti. Næsta dag eru allir bæjarbúar Woodsboro í sjokki. Þetta er ekkki heldur góð tímasetning fyrir hina ungu Sidney Prescott, því árið áður var móður hennar myrt og nauðgað. Sidney taldi Cotton Weary sekan því að jakkinn hans fanst hjá líki móður hennar og var hann dæmdur til dauða. Fréttakonan Gale Weathers kemur til Woodsboro til að fjalla um morðin á Casey og Steve og er einnig að gefa út bók um sakleysi Cottons. Þegar morðinginn ræðst á Sidney kemur í ljós að hún er aðalfórnarlambið hans. Dewey Riley reynir leysa málið og það endar með því að yfirvöld koma á útgöngubanni fyrir allan almenning til að koma í veg fyrir fleiri morð en unglingarnir halda í staðinn partí í afskekktu húsi fyrir utan bæinn; tilvalið tækifæri fyrir morðingjann að drepa fleiri af vinum Sidneyar.

Í endanum kemur í ljós að Billy Loomis, kærasti Sidneyar, og Stu Macher, besti vinur hans, voru morðingjarnir og myrtu líka móður Sidneyar árið áður vegna þess að mamma hennar svaf hjá föður Billys sem olli því að móðir hans yfirgaf hann. Stu hinsvegar vildi bara gera lífið sitt eins og hrollvekju. Saman ætluðu þeir að skella skuldinni á föður Sidneyar en Gale bjargaði Sidney og Randy, og svo drap Sidney Billy.

Leikarar breyta

David Arquette sem Dwight „Dewey“ Riley

Neve Campbell sem Sidney Prescott

Courtney Cox sem Gale Weathers

Rose McGowan sem Tatum Riley, besta vinkona Sidneyar og litla systir Deweys

Skeet Ulrich sem Billy Loomis, kærasti Sidneyar

Matthew Lillard sem Stuart „Stu“ Macher, besti vinur Billys og kærasti Tatum

Jamie Kennedy sem Randy Meeks, vinur Sidneyar og kvikmyndanörd sem vinnur á videóleigu

W. Earl Brown sem Kenny, myndatökumaður Gale

Henry Winkler sem Himbry skólastjóri

Lawrence Hecht sem Neil Prescott, faðir Sidneyar

Joseph Whipp sem Burke fógeti

Drew Barrymore sem Casey Becker, fyrsta fórnalambið og skólasystir Sidneyar

Lynn McRee sem Maureen Prescott, móðir Sidneyar sem var myrt og nauðgað fyrir ári síðan

Liev Schreiber sem Cotton Weary, maðurinn sem Sidney taldi að hafa myrt móður sína

Roger L. Jackson sem rödd Ghostface

Viðtökur breyta

Scream varð óhemjuvinsæl þegar hún kom út og fólkinu fannst sniðugt að Scream var að gera grín að gömlum hrollvekjuklisjum, búa til reglur hvernig á að lifa af hrollvekju og að persónurnar töluðu sífellt um aðrar kvikmyndir. Framhaldið Scream 2 kom út 1997 og fékk hún ágætis dóma og Scream 3 kom svo út 2000. Wes Craven leikstýrði öllum þrem og Kevin Williamson samdi handritið að Scream 2. Scream 4 er væntanleg í apríl 2011 undir leikstjórn Cravens og handritagerðar Willamsons ásamt tveimur framhaldsmyndum: Scream 5 (2012) og Scream 6 (2013). Vinsældir Scream olli endurlífgun hrollvekjumyndanna og fjöldinn allur af hermimyndum fylgdu s.s. I Know What You Did Last Summer (einnig samin af Kevin Williamson), Urban Legend, Cherry Falls o.fl. Flestar þessara mynda fengu hræðilega dóma. Einnig var haldið áfram með gamlar hrollvekjur eins og Nightmare on Elmstreet (upprunalega myndin frá 1984 var samin og leikstýrð af Wes Craven) og Friday the 13th.