Scream 3
Scream 3 (ísl Öskur 3) er bandarísk hrollvekjumynd frá árinu 2000. Myndin er þriðja myndin í Scream-myndsyrpunni og var handritið samið af Ehren Kruger. Wes Craven leikstýrir þriðju myndinni og David Arquette, Neve Campbell og Courtney Cox fara með aðalhlutverkin.
Söguþráður
breytaEinhver tími er liðinn frá morðunum úr seinni myndinni: Gale Weathers og Dewey Riley reyndu að gerast kærustupar en það gekk ekki upp því Gale vildi verða fræg í spjallþáttum en Dewey vildi búa í Woodsboro. Cotton Weary er orðinn umdeildur spjallþáttastjórnandi og á að fara með gestahlutverk í þriðju Stab-myndinni (Stab 2 var byggð á Windsor-morðunum) og Sidney lifir í afskekktu húsi í skóginum með varðhund og heljarinsöryggiskerfi og númerabirti á símanum. Eitt kvöldið þegar Cotton er á leiðinni úr vinnunni hringir Ghostface í hann og hótar að drepa kærustuna hans nema segi honum hvar Sidney feli sig. Cotton neitar og flýtir sér heim en Ghostface drepur bæði hann og kærustuna. Daginn eftir talar Mark Kincaid rannsóknarlögreglumaður við Gale og segir henni að mynd af Maureen Prescott, móður Sidneyar, fannst við lík Cottons. Lögreglan telur tökurnar á Stab 3 vera tengdar og þarf Gale að aðstoða þá þar. Í Hollywood hittir hún Dewey sem tæknilegur ráðgjafi fyrir Stab 3 og lífvörður Jennifer Jolie, leikonunnar sem leikur Gale í myndinni. Morðinginn byrjar síðan að myrða leikarana í þeirri röð sem þeir deyja í myndinni. Þegar morðinginn hringir loksins í Sidney neyðist hún að fara til Hollywood til að stöðva morðingjann sem virðist tengja morðin við móður hennar.
Eftir að allir leikararnir eru drepnir af Ghostface, lokkar hann Sidney til sín þegar hann heldur Dewey og Gale í gíslingu. þau slást og enda í leynilegu sýningarherbergi þar sem morðinginn reynist vera Roman Bridger, leikstjóri Stab 3 og hálfbróðir Sidneyar. Í ljós kemur að Maureen hafði áður verið hrollvekjuleikkona í Hollywood á 8. áratugnum undir nafninu Rina Reynolds en var nauðgað í partíi og eignaðist son í kjölfarið. Hann leitaði hennar en hún sagðist ekki vera Rina og Roman varð öfundsjúkur út Sidney og fékk Billy Loomis til að drepa Maureen eftir að hann sýndi Billy að hún hefði sofið hjá föður hans. Roman ætlar að kenna Sidney um morðin og verða frægur fyrir að drepa hana. Þau slást og Roman skýtur Sidney. En hún hafði verið með skothelt vesti á sér og stingur Roman í hjartað. Roman hafði líka verið með skothelt vesti og Dewey skýtur hann í hausinn. Eftir að öllu þessu er lokið ákveður Sidney að reyna lifa lífinu í frið og ró.
Leikarar
breyta- David Arquette sem Dwight „Dewey“ Riley
- Neve Campbell sem Sidney Campbell/Laura
- Courtney Cox Arquette sem Gale Weathers
- Patrick Dempsey sem Mark Kincaid rannsókanarögreglumaður
- Parker Posey sem Jennifer Jolie, leikkonan sem leikur Gale í Stab 3
- Scott Foley sem Roman Bridger, leikstjóri Stab 3
- Lance Henriksen sem John Milton, hryllingsmyndaframleiðandi
- Matt Keeslar sem Tom Prinze, leikari sem leikur Dewey í Stab 3
- Emily Mortimer sem Angelina Tyler, leikkona sem leikur Sidney í Stab 3
- Deon Richmond sem Tyson Fox, leikari sem leikur Ricky, kvikmyndanörd, í Stab 3
- Jenny McCarthy sem Sarah Darling, leikkona í Stab 3
- Liev Schreiber sem Cotton Weary
- Kelly Rutherford sem Christine, kærasta Cottons
- Patrick Warburton sem Steven Stone, lífvörður Jennifer
- Lawrence Hecht sem Neil Prescott
- Lynn McRee sem Maureen Prescott
- Jamie Kennedy sem Randy Meeks
- Roger L. Jackson sem rödd Ghostface
Vinnsla
breytaKevin Williamson ætlaði að semja handritið en var upptekinn við að vinna að sjónvarpsþættinum Wasteland þannig að Ehren Kruger (handritshöfundur Arlington Road) samdi handritið byggt á athugasemdum Williamsons. Ákveðið var að þetta yrði lokakafli Scream-syrpunnar en 2009 var tilkynnt framhaldið Scream 4 (stundum skrifað Scre4m) væri í vinnslu og mundi koma út 2011.
Viðtökur
breytaMyndin fékk ágæta dóma en ekki eins háa og Scream og Scream 2. Flestir álíta Scream 3 veikustu myndina.