Kay Panabaker
Kay Panabaker (fædd Stephanie Kay Panabaker, 2. maí 1990) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í CSI: Crime Scene Investigation, Summerland og No Ordinary Family.
Kay Panabaker | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Stephanie Kay Panabaker 2. maí 1990 |
Ár virk | 2001 - |
Helstu hlutverk | |
Nikki Westerley í Summerland Lindsay Willows í CSI: Crime Scene Investigation Daphne Powell í No Ordinary Family |
Einkalíf
breytaPanabaker fæddist í Dallas, Texas í Bandaríkjunum en ólst upp í Atlanta, Fíladelfíu og Chicago. Byrjaði í leiklistarferil sinn í samfélagsleikhúsum þar sem hún bjó. Eldri systir hennar er leikkonan Danielle Panabaker. Ef hún væri ekki leikkona þá myndi hún vera flugfreyja, kennari eða snyrtifræðingur. Útskrifaðist með BA gráðu í sögu frá UCLA þegar hún var sautján ára.
Panabaker er StarPower fulltrúi fyrir Starlight Children's Foundation.
Ferill
breytaFyrsta hlutverk Panabaker var í Monsters, Inc. frá 2001 þar sem hún talaði inn á. Árið 2004 var henni boðið hlutverk í Summerland sem Nikki Westerley. Hún hefur leikið Lindsay Willows dóttur Catherine Willows í CSI: Crime Scene Investigation. Hún leikur í dag í No Ordinary Family sem Daphne Powell. Panabaker hefur komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: ER, Angel, Medium, Boston Legal, Lie to Me og Brothers & Sisters.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2001 | Monsters, Inc. | auka raddir | Talaði inn á |
2002 | Dead Heat | Sam | |
2007 | Moondance Alexander | Moondance Alexander | |
2007 | Nancy Drew | Georgie | |
2007 | A Modern Twain Story: The Prince and the Pauper | Elizabeth | |
2009 | Fame | Jenny Garrison | |
2010 | The Lake Effect | Celia | |
2011 | Little Birds | Alison | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
2002 | Port Charles | Sara | Þáttur sýndur þann 31. Mars 2002 |
2002 | ER | Melissa Rue | Þáttur: The Letter |
2002 | 7th Heaven | Alice Brand | Þáttur: Regarding Eric |
2002-2003 | Angel | Stelpan | 2 þættir |
2003 | The Division | Susie Jenkins | Þáttur: Cold Comfort |
2003 | The Brothers Garcia | Carrie Bauer | Þáttur: Moving on Up |
2005 | Mom at Sixteen | Ung Macy | Sjónvarpsmynd |
2005 | Medium | Elisha | Þáttur: Penny for Your Thoughts |
2005 | Life Is Ruff | Emily Watson | Sjónvarpsmynd |
2003 | Boomtown | Janice Edwards | Þáttur: Lost Child |
2004-2005 | Summerland | Nikki Westerley | 26 þættir |
2004-2005 | Phil of the Future | Debbie Berwick | 13 þættir |
2006 | American Dragon: Jake Long | Klappstýran Lacey | Þáttur: Bring It On |
2006 | Read It and Weep | Jamie Bartlett | Sjónvarpsmynd |
2007 | Zip | Ellie Stringer | Sjónvarpsmynd |
2007 | The Winner | Vivica | Þáttur: Single Dates |
2007 | Two and a Half Man | Sophie | Þáttur: Tucked, Taped and Gorgeous |
2007 | The Suite Life of Zack and Cody | Amber | Þáttur: First Day of High School |
2007 | Custody | Amanda | Sjónvarpsmynd |
2007 | Weeds | Amelia | Þáttur: He Taught Me How to Drive By |
2007 | Boston Legal | Abby Holt | Þáttur: The Chicken and the Leg |
2007 | Ghost Whisperer | Marlo Sinclair | Þáttur: Bab Blood |
2008 | Happy Campers | Dylan | Sjónvarpsmynd |
2008 | Grey´s Anatomy | Emma Anderson | Þáttur: All by Myself |
2009 | A Marriage | Maddy Gabriel | Sjónvarpsmynd |
2009 | Lie to Me | Emily Lightman | Þáttur: Pilot senum eytt |
2009 | Mental | Aysnley Skoff | Þáttur: Manic at the Disco |
2010 | Brothers & Sisters | Ung Kitty Walker | 2 þættir |
2006-2010 | CSI: Crime Scene Investigation | Lindsay Willows | 5 þættir |
2010 | Secrets in the Walls | Lizzie | Sjónvarpsmynd |
2010-2011 | No Ordinary Family | Daphne Powell | 20 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
breytaDixie kvikmyndahátíðin
- 2007: Verðlaun sem Besta leikona í kvikmynd fyrir Moondance Alexander.
Temecula Valley Alþjóðlegakvikmyndahátíðin
- 2007: Rísandi stjarnaverðlaunin.
Young Artist verðlaunin
- 2008: Tilnefnd sem besta unga leikkonan fyrir Moondance Alexander.
- 2008: Tilnefnd sem besti leikarahópur fyrir Nancy Drew.
- 2005: Verðlaun sem besta unga leikkona fyrir Summerland.
- 2005: Tilnefnd sem besta unga leikkona fyrir Phil of the Future.
- 2004: Tilnefnd fyrir besta leik í auglýsingu fyrir Youth Anti-Smoking PSA.
- 2003: Tilnefnd sem besti unga gestaleikkona fyrir ER
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Kay Panabaker“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. apríl 2011.
- Kay Panabaker á IMDb
Tenglar
breyta- Kay Panabaker á IMDb
- http://www.kaypanabaker.com Heimasíða Kay Panabaker