Kathrine Switzer
Kathrine Virgina Switzer (fædd 5. Janúar árið 1947) er bandarískur maraþonhlaupari, höfundur og sjónvarpslýsandi.
Líf og starfsferill
breytaKathrine Virgina Switzer fæddist í Amberg í Þýskalandi sem var þá undir stjórn Bandaríkjahers. Hún er dóttir bandarísks majórs. Hún sneri aftur til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni árið 1949. Hún útskrifaðist frá George C. Marshall gagnfræðiskólanum í Fairfax County, Virginíu og síðan Lynchburg Háskóla. Hún hóf síðan nám við Syracuse háskólann árið 1967, þar sem hún lærði blaðamennsku og enskar bókmenntir. Hún lauk BA-gráðu þaðan árið 1968 og meistaragráðu árið 1972.
Maraþonhlaupið í Boston árið 1967
breytaKathrine er helst þekkt fyrir að vera fyrsta konan til að taka þátt í maraþonhlaupinu í Boston árið 1967. Á meðan Kathrine hljóp, reyndi Jock Semple keppnisstjóri hlaupsins að taka númerið af Kathrine af því að konur máttu ekki taka þátt í hlaupinu á þessum tíma. Arnie Briggs hlaupari og þjálfari Kathrine reyndi að verja hana áreiti Jocks, en féll við. Kærasti Kathrine, Thomas Miller, hljóp með henni og hrindi Jock í jörðina. Kathrine gat því klárað hlaupið.
Eftir hlaupið bannaði Íþróttasamband áhugamanna í Bandaríkjunum konum að keppa í hlaupum gegn körlum. Árið 1972 var konum leyft að taka þátt í maraþonhlaupinu í Boston.
Einkalíf
breytaÁrið 1968 giftist Kathrine, Thomas Miller, manninum sem stöðvaði árás Jocks Semples árið 1967. Þau skildu fimm árum síðar. Árið 1987 giftist hún bresk-nýsjálenskua hlauparanum og rithöfundinum Roger Robinson.
Kathrine sættist við Jock Semple eftir að hann skipti um skoðun á þátttöku kvenna í íþróttum. Þau tvö urðu ágætir vinir og hún heimsótti hann einnig skömmu fyrir andlát hans árið 1988.
Heimildir
breyta- New York Road Runner. "Kathrine Switzer." Sótt 28.11.2023, frá https://www.nyrr.org/about/hall-of-fame/kathrine-switzer
- Switzer, K. "1967 Boston Marathon: The Real Story." Sótt 28.11.2023, frá https://kathrineswitzer.com/1967-boston-marathon-the-real-story/