Karsi
Karsi (Lepidiumus sativum) er matjurt sem er skyld vætukarsa og sinnepi og hefur svipað brátt bragð og lykt. Karsi getur vaxið allt að 60 cm hátt með margar greinar á efsta hlut jurtarinnar. Blómin eru hvít/bleik, aðeins 2 mm breidd og vaxa í lítil svokölluð smáöx. Karsi tilheyrir krossblómaættinni.
Karsi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Karsasprotar
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Lepidiumus sativum L. |
Karsi er ræktur til sölu í Englandi, Frakklandi, Hollandi og Skandinavíu. Hægt er að rækta karsa jarðvegslaust og hann vex best í basísku vatni. Karsafræ eru fáanleg víða í Evrópu til heimaræktunar. Oft eru sprotarnir borðaðir eftir tvær vikur í ræktun en þá eru þeir 5–13 cm háir.