Smáax
Blóm grasa raða sér saman í svokölluð smáöx. Afar mismunandi er milli tegunda hversu mörg blóm finnast í hverju smáaxi. Hjá língresi er t.a.m. aðeins eitt blóm í hverju smáaxi, en hjá rýgresi finnast oft sex til átta blóm í einu smáaxi.
Smáöxin raða sér svo mismunandi þétt á stráið, annað hvort á leggjum eða legglaus. Röðun smáaxa er gott greiningareinkenni grasa og er þeim skipt upp í þrjá flokka eftir því: axgrös, axpuntgrös eða puntgrös.
Axagnir (glumes) liggja utan um hvert smáax en utan um hvert blóm liggja svokallaðar blómagnir (palea og lemma).