Karlar sem hata konur

skáldsaga í Millennium-þríleiknum eftir Stieg Larsson frá árinu 2005

Karlar sem hata konur (sænska: Män som hatar kvinnor) er fyrsta skáldsagan í Millennium-þríleik sænska höfundarins Stieg Larsson. Bókin hefur farið sigurför um heiminn og setið efst á öllum helstu metsölulistum heimsins. Halla Kjartansdóttir þýddi á íslensku. Hinar tvær bækurnar eru Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi.

Karlar sem hata konur
Bandaríska bókarkápan
HöfundurStieg Larsson
Upprunalegur titillMän som hatar kvinnor
ÞýðandiHalla Kjartansdóttir (2009)
LandFáni Svíþjóðar Svíþjóð
TungumálSænska
RitröðMillennium-þríleikurinn
StefnaGlæpasaga, spennusaga
ÚtgefandiNorstedts Förlag (í Svíþjóð)
Bjartur (á Íslandi)
Útgáfudagur
Ágúst 2005
ISBNISBN 9789979657545
FramhaldStúlkan sem lék sér að eldinum 

Útdráttur

breyta

Sagan segir frá blaðamanninum Mikael Blomkvist sem dæmdur er í þriggja mánaða fangelsi fyrir meiðyrði í garð viðskiptajöfursins Hans-Eriks Wennerström og ákveður því í framhaldinu að taka sér frí frá störfum á tímaritinu Millennium, blaðinu sem hann á hlut í og vinnur hjá.

Um þetta sama leyti fær hann skringilega upphringingu frá Henrik Vagner, fyrrum forstjóra hinnar voldugu Vanger-samsteypu. Hann vill ráða Mikael í vinnu til að skrifa sögu fjölskyldunnar. Fjölskyldusagan er þó bara yfirskyn. Hið raunverulega verkefni er að komast að því hvað varð um frænku forstjórans, Harriet, sem hafði horfið fjörutíu árum fyrr.

Þar sem Mikael hefur lítið að gera þessa dagana og bíður eftir því að hefja afplánunina slær hann til, þó eftir nokkra umhugsun. Hann fær að búa í litlum gestakofa á landareign Henriks og fær í hendurnar lögreglurannsóknir og öll þau gögn sem Henrik hefur tínt til í gegnum árin. Honum til aðstoðar er ung kona, Lisbeth Salander, mjóslegin, náföl, tattúveruð og félagsfælin sem er þó frábær rannsakandi og tölvuséní.

Persónur

breyta
  • Mikael Blomkvist, blaðamaður og einn af eigendum Millennium. Snemma á ferli sínum var hann oft borinn saman við persónu Astrid Lindgren, Kalla Blomkvist og hefur viðurnafnið verið fast við hann síðan þá.
  • Lisbeth Salander, félagsfælin en mjög gáfaður tölvurefur og rannsakandi og hefur hún einbeitt sér að persónurannsóknum. Blomkvist heldur því fram að hún sé með Asperger heilkenni. Henni hefur verið líkt við Línu Langsokk.
  • Henrik Vanger, ellilífeyrisþegi og fyrrum forstjóri Vanger samsteypunnar.
  • Hans-Erik Wennerström, spilltur sænskur viðskiptajöfur og óvinur Blomkvists.
  • Gottfried Vanger, faðir Harriet og Martin. Er hlynntur ný-nasistum.
  • Harriet Vanger, frænka Henriks sem hvarf fjörtíu árum fyrr.
  • Martin Vanger, bróðir Hariet og núverandi forstjóri Vanger samsteypunnar.
  • Holger Palmgren, lögmaður og fyrrum umsjónarmaður Lisbeth Salander.
  • Nils Bjurman, spilltu lögmaður og núverandi umsjónarmaður Lisbeth Salander.
  • Cecilia Vanger, dóttir Haralds Vanger og ein af frænkum Harriet.
  • Erika Berger, aðalritstjóri Millennium, vinur og bólfélagi Blomkvists.
  • Dirch Frode, lögmaður fyrir Vanger samsteypuna og aðal vinur og aðstoðarmaður Henriks Vanger.
  • Dragan Armanskij, forstjóri Milton Security, yfirmaður og verndari Lisbeth Salander.

Heimildir

breyta
  • „Karlar sem hata konur“. hjá bókaforlaginu Bjarti
  • Fyrirmynd greinarinnar var „The Girl with the Dragon Tattoo“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2010.