Karen Þórarinsson

Karen Agnete Þórarinsson (28. desember 19031. október 1992) var dönsk-íslensk myndlistarkona sem er þekkt fyrir expressjónískar mannamyndir, kyrralífsmyndir og skógarmyndir. Hún kynntist íslenska listamanninum Sveini Þórarinssyni í myndlistarnámi í Kaupmannahöfn og flutti með honum til Íslands 1929. Þau reistu steinhús í Ásbyrgi þar sem Sveinn var skógarvörður. Árið 1938 fluttu þau til Reykjavíkur.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.