Jóga (Sanskrít: योग, Yoga) er tegund fornra andlegra iðkana sem eiga uppruna sinn á Indlandi. Ólíkar gerðir eru til af jóga og má segja að til séu líkamleg afbrigði og svo andleg afbrigði þar sem ýmsar gerðir jóga fela í sér aðeins andlegar iðkanir og viðleitni til að tengjast æðri mætti í formi hugleiðslu á meðan önnur leggja aðeins áherslu á líkamlegar æfingar. Jóga ástundum þýðir í raun "að þekkja hið guðlega" sem býr innra með hverjum og einum. Jóga hefur verið iðkað á vesturlöndum í nokkra áratugi. Það hefur verið haldið fram lengi að Jóga iðkun getur meðhöndlað kvíða og stuðlað að líkamlegri vellíðan.

Stytta af jóga-iðkandi Síva í Bangalore á Indlandi
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.